Fara í efni

Árið 2020 gert upp í myndum - gleðilegt nýtt ár 2021!

Grímuvæddir nemendur á haustönn 2020.
Grímuvæddir nemendur á haustönn 2020.

Haustönn 2020 verður lengi í minnum höfð í skólastarfinu enda einstök í sögu Verkmenntaskólans á Akureyri. Að sjálfsögðu markaðist skólastarfið í ríkum mæli af heimsfaraldri kórónuveiru, sem gerði það að verkum að ekki var unnt að halda uppi venjubundnu skólastarfi. Vikum saman var því heldur hljótt í húsakynnum skólans, stór hluti nemenda var í fjarnámi á önninni og takmarka þurfti verklega kennslu. Ekki var unnt að halda uppi félagslífi í skólanum nema að mjög takmörkuðu leyti.

Vorönn 2020 takmarkaðist líka af covid 19 en þó ekki fyrr en þegar líða tók á mars. Frá áramótum og fram í mars var skólastarfið með venjubundnum hætti. Hvað nýárssólin ber með sér verður að koma í ljós en hún ber alltaf von í brjósti um betri tíð. Það eru vissulega víða blikur á lofti með faraldurinn, hann hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum vikum í mörgum nágrannalöndum og ekki hefur tekist að kveða veiruna í kútinn hér á landi. Það er því ljóst að enn um hríð þarf að gæta fyllstu varúðar og huga að persónulegum sóttvörnum. Bóluefni er þó komið til sögunnar en hvenær nægilega margir verða bólusóttir til þess að unnt verði að koma á fullu og eðlilegu skólastarfi er of snemmt að spá fyrir um. Allt kemur þetta í ljós þegar sól tekur að hækka á lofti.

Önnin hefur verið öðruvísi og starfsfólk og nemendur hafa tekið á öllu sínu til þess að takast á við breyttar aðstæður og sýnt ómælda þrautseigju og dugnað. 

Við tekur ný önn - vorönn 2021. Hér eru upplýsingar frá skólameistara um upphaf vorannar.

Verkmenntaskólinn á Akureyri sendir nemendum og starfsfólki og landsmönnum öllum óskir um farsæld á árinu 2021 með þökk fyrir árið 2020.