Fara í efni

Appmentor hlýtur ESB-nýsköpunarverðlaun

Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir og Harpa Birgisdóttir
Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir og Harpa Birgisdóttir

Nýlega var tilkynnt að Erasmus+ Evrópuverkefni sem Harpa Birgisdóttir og Hrafnhildur S. Sigurgeirsdóttir tóku þátt í fyrir hönd Verkmenntaskólans á Akureyri hljóti verðlaun Evrópusambandsins um nýsköpun í kennslu – 2021 Europian Innovative Teaching Award - og verða þau afhent í október nk. Unnið var að verkefninu á árunum 2016-2018 og voru þátttakendur í því, auk Íslands, frá Finnlandi, Bretlandi, Hollandi, Noregi og Spáni. Verkefnið nefnist Appmentor og gekk í stórum dráttum út á að skoða fjölþætta möguleika í notkun samfélagsmiðla í vinnustaðanámi auk þess að aðstoða og þjálfa starfsmentora á vinnustöðum. 

Hrafnhildur og Harpa eru nú þegar komnar á fullt í framhaldsverkefni, VET@Work, og taka ólík fyrirtæki í þátttökulöndunum þátt í verkefninu. Með Hrafnhildi og Hörpu tekur Hársnyrtistofan Medulla á Akureyri þátt í verkefninu. Hjúkrunarheimili er fulltrúi Finnlands í verkefninu, matvælafyrirtæki í Hollandi, í Bretlandi koma að verkefninu fyrirtæki í vélstjórn og kæligreinum og frá Frakklandi taka þátt fyrirtæki í landbúnaði og skrúðgarðarækt.