Fara í efni

Appelsínugula liðið datt í lukkupottinn

Hinir vösku nemendur í appelsínugula liðinu.
Hinir vösku nemendur í appelsínugula liðinu.
Nýnemahópur á Brautabrú - appelsínugula liðið - tók Hörpu Jörundardóttur, sviðsstjóra Brautabrúar og starfsbrautar, fagnandi í vikunni þegar hún mætti í tíma og upplýsti að hópurinn hefði orðið hlutskarpastur í þrautakeppni í nýnemaferðinni vestur í Skagafjörð og á Siglufjörð á dögunum. Um var að ræða liðakeppni og að öllu samanlögðu stóð appelsínugula liðið uppi sem sigurvegari. Að sjálfsögðu fengu hinir heppnu nemendur viðurkenningarskjal fyrir frammistöðuna og það var um leið ávísun á pizzuveislu fyrir hópinn.
 
Í appelsínugula liðinu eru þrettán nýnemar á Brautabrú og voru ellefu mættir í tímann til þess að veita viðurkenningunni viðtöku.
 
Í umræddi þrautakeppni, sem var háð í Ketilási í Fljótum, þurftu nemendur að leysa hinar ýmsu þrautir - þar á meðal stígvélakast, reiptog, jógastellingar og syngja Meistari Jakob á þremur tungumálum.