Fara í efni

Anton Orri tekur þátt í Special Olympics 2023- fékk styrk frá KEA

Anton og móðir hans Anna Dögg Sigurjónsdóttir.
Anton og móðir hans Anna Dögg Sigurjónsdóttir.

Anton Orri Hjaltalín, nemandi í VMA, getur vart beðið eftir næsta sumri enda ekkert skrítið því þá liggur leið hans á Special Olympics í Berlín í Þýskalandi þar sem hann keppir í golfi. Þessi mikla íþróttahátíð verður haldin dagana 17. til 25. júní og þarf ekki að efa að þetta verður mikil upplifun fyrir Anton Orra og alla þá sem taka þátt í leikunum. 

Anton æfir af kostgæfni og stefnir auðvitað á að vera sem allra best undirbúinn fyrir leikana. Auk golfsins hefur hann lengi spilað boccia og tekið þátt í fjölda bocciamóta.

Vegna þátttöku á Special Olympics fékk Anton Orri í gær styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Hér má sjá hverjir fengu styrki úr sjóðnum að þessu sinni.