Fara í efni

Anton Orri með silfur

Anton Orri með foreldrum sínum, Þóroddi Hjaltalín og Önnu Dögg Sigurjónsdóttur.
Anton Orri með foreldrum sínum, Þóroddi Hjaltalín og Önnu Dögg Sigurjónsdóttur.

Anton Orri Hjaltalín, nemandi okkar í VMA, gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna í sínum flokki í golfi á Special Olympics sem nú standa yfir í Berlín í Þýskalandi. Anton Orri tekur ásamt fleiri Íslendingum í öðrum íþróttagreinum þátt í þessum stóra íþróttaviðburði og er óhætt að segja að gleðin sé við völd.

VMA sendir Antoni Orra bestu hamingjuóskir með silfurverðlaunin. Vel gert!

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar af Antoni Orra í Berlín með fjölskyldu sinni.