Fara í efni  

Anna María Jónsdóttir ađstođarskólameistari VMA í vetur

Anna María Jónsdóttir ađstođarskólameistari VMA í vetur
Anna María Jónsdóttir.

Anna María Jónsdóttir er ađstođarskólameistari VMA á ţessu skólaári í námsleyfi Benedikts Barđasonar. Hún hefur starfađ ađ ýmsum verkefnum í skólanum síđustu ţrjú ár, m.a. annast verkefnisstjórn viđ nýja skólanámsskrá, veriđ gćđastjóri og sl. vetur var hún einnig annar tveggja áfangastjóra skólans. Anna María segir starf ađstođarskólameistara leggjast vel í sig.

„Já, mér líst mjög vel á ţetta nýja starf. Vissulega ţurfti ég ađ hugsa mig um ţegar mér var bođiđ ađ taka ţađ ađ mér en eftir ađ hafa starfađ sem áfangastjóri um tíma ţekkti ég nokkuđ vel til hluta ţeirra verkefna sem eru á borđi ađstođarskólameistara. Ţetta verđur skemmtilegur tími, er ég alveg viss um, en jafnframt örugglega krefjandi“ segir Anna María.

Anna María var á sínum tíma á náttúrufrćđibraut VMA, brautskráđist áriđ 2002. Hún fór í sjávarútvegsfrćđi í Háskólanum á Akureyri og lauk henni áriđ 2005. Í framhaldinu fór hún í kennsluréttindanám til framhaldsskólakennslu og lauk síđan meistaraprófi í námsskrár- og kennslufrćđum frá HA áriđ 2012.

„Ţađ má kannski segja ađ ég sé eins langt frá sjávarútvegsfrćđinni sem ég lćrđi á sínum tíma og hugsast getur en mér líđur bara ljómandi vel međ ţađ. Hér er gott ađ starfa, međ frábćru fólki sem skilar afar góđri vinnu,“ segir Anna María.

Í mörg horn er ađ líta fyrir starfsfólk VMA viđ upphaf annarinnar. Anna María segir ađ viđ stundatöflugerđ og ađra undirbúningsvinnu fyrir annarbyrjun séu starfsdagarnir langir og alltaf sé ţađ ákveđinn léttir ađ sjá hlutina púslast saman og hina daglegu rútínu í kennslu hefjast.

Međ ráđningu Önnu Maríu gegna konur í fyrsta skipti í sögu VMA stöđum skólameistara og ađstođarskólameistara. „Já, ţetta er mjög skemmtilegt. Og ţađ er líka skemmtilegt ađ viđ Sigríđur Huld erum báđar útskrifađar úr ţessum skóla.“

Auk starfs ađstođarskólameistara mun Anna María áfram halda utan um námsskrárvinnuna á verknámsbrautum skólans sem vonir standa til ađ unnt verđi ađ ljúka í vetur. Jóhannes Árnason kennari tekur hins vegar ađ sér ţau verkefni í vetur sem Anna María hafđi međ höndum er lýtur ađ áfanga- og gćđastjórnun.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00