Fara í efni

Anna Lovísa og Emilía Björt sigruðu Sturtuhausinn 2026

Anna Lovísa og Emilía Björt Hörpudóttir sigruðu Sturtuhausinn 2026 í Sjallanum í gærkvöld. Þær fluttu lagið Something in the Orange eftir Zack Bryan með miklum glæsibrag. Í öðru sæti varð Ásta Ólöf Jónsdóttir sem tók lagið Einmana eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson (Ávaxtakarfan) Í þriðja sæti varð Ninja Dögun Gunnarsdóttir með lagið Lover Girl eftir Laufey.
Sem sigurvegarar Sturtuhaussins 2026 verða Anna Lovísa og Emilía Björt fulltrúar VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 2026.

 



Í ár voru níu lög í keppninni. Hin sex lögin fluttu Sigrún Dalrós Eiríksdóttir, Ólöf Alda Valdemarsdóttir, Emelía Bjarnveig Skúladóttir, Gunnþór Ingi Jóhannesson, Droplaug Dagbjartardóttir, Benjamín Kári og Elías Már.