Fara í efni  

Anna Kristjana valin í ungmennaráđ heimsmarkmiđa SŢ

Anna Kristjana valin í ungmennaráđ heimsmarkmiđa SŢ
Anna Kristjana (krjúpandi) og ađrir fulltrúar.

Anna Kristjana Helgadóttir, nemandi í grunndeild rafiđna og ritari stjórnar Ţórdunu, var sl. sumar valin í ungmennaráđ heimsmarkmiđa Sameinuđu ţjóđanna á Íslandi og sat hún fyrsta fund ráđsins sl. fimmtudag í Reykjavík. Ţetta er í annađ skiptiđ sem slíkt ungmennaráđ er skipađ hér á landi og starfar ţađ í eitt ár.

Tólf fulltrúar eru í ungmennaráđinu, á aldrinum 13 til 18 ára, og koma ţeir af öllu landinu. Ráđiđ mun funda sex sinnum á starfsárinu – auk fjarfunda - og ţađ mun einnig eiga fund međ ríkisstjórn Íslands. Hlutverk ráđsins er ađ frćđast og fjalla um heimsmarkmiđ Sameinuđuđ ţjóđanna auk ţess ađ vinna og miđla gagnvirku efni á samfélagsmiđlum um markmiđin og sjálfbćra ţróun. Ţá er hlutverk ungmennaráđsins ađ veita stjórnvöldum ađhald og ráđgjöf viđ innleiđingu heimsmarkmiđanna.

Anna Kristjana Helgadóttir segir ţađ hafa komiđ sér skemmtilega á óvart ţegar hún fékk tölvupóst í lok júní um ađ hún hafi veriđ ein ţeirra tólf sem voru valin í ungmennaráđiđ. Óskađ hafi veriđ eftir umsóknum sl. vetur og hún hafi sótt um undir lok vorannar. Um 180 umsóknir hafi borist. Hún hafi hreint ekki búist viđ ađ verđa fyrir valinu og ţví hafi niđurstađan veriđ í senn óvćnt en ánćgjuleg.

Anna Kristín segir ađ hún sé smám saman ađ setja sig inn í hvađ starfiđ í ungmennaráđinu ţýđi en hún viti ađ fulltrúar í ráđinu geti valiđ sér verkefni sem ţeir vilji vinna ađ og ţađ kunni ađ vera hvađ sem er, svo fremi ađ ţađ snerti heimsmarkmiđ Sameinuđu ţjóđanna.

Á síđasta starfsári tók ungmennaráđ heimsmarkmiđa SŢ m.a. ţátt í hátíđardagskrá 1. desember, flutti ávarp á heimsţingi kvenleiđtoga og einnig tóku tveir fulltrúar ţátt í kynningu Íslands á innleiđingu heimsmarkmiđanna hér á landi á ráđherrafundi í New York í júlí sl.

En hvađ fela heimsmarkmiđ Sameinuđu ţjóđanna í sér? Ţau eru sannarlega víđfeđm og má skipta í sautján flokka; engin fátćkt, ekkert hungur, heilsa og vellíđan, menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, hreint vatn og hreinlćtisađstađa, sjálfbćr orka, góđ atvinna og hagvöxtur, nýsköpun og uppbygging, aukinn jöfnuđur, sjálfbćrar borgir og samfélög, ábyrg neysla og framleiđsla, ađgerđir í loftlagsmálum, líf í vatni, líf á landi, friđur og réttlćti og samvinna um markmiđin.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00