Fara í efni

Anna Karen formaður Femínistafélags VMA

Síðastliðinn föstudag, 14. mars, var haldinn stofnfundur Femínistafélags VMA og mættu á milli tuttugu og þrjátíu manns á fundinn. Kosið var í stjórn félagsins og var Anna Karen Sigurjónsdóttir kjörin formaður þess.

Síðastliðinn föstudag, 14. mars, var haldinn stofnfundur Femínistafélags VMA og mættu á milli tuttugu og þrjátíu manns á fundinn. Kosið var í stjórn félagsins og var Anna Karen Sigurjónsdóttir kjörin formaður þess.

Anna Karen og Sveinn Aðalsteinn Gunnarsson hófu fundinn og síðar kom Snorri Björnsson kynjafræðikennari við VMA og hélt smá fyrirlestur.
Aðalmálefni fundarins var að kjósa félaginu stjórn. Niðurstaðan var sú að Anna Karen Sigurjónsdóttir var kjörin formaður, varaformenn eru Helga Guðrún og Sigurbjörg Arna, gjaldkeri er Sveinn Aðalsteinn og ritari er Lilja Björg. Meðstjórnendur eru Andrea, Þóra og Eva. Á fundinum voru rædd ýmis málefni og fram kom fjöldi hugmynda um áframhaldandi starf.
Á næsta fundi verður stefna og lög félagsins ákveðin.
Nánar um félagið á facebooksíðu þess:
https://www.facebook.com/pages/Fem%C3%ADnistaf%C3%A9lag-VMA/654307281273168

Fréttina tóku saman þau Berglind Ottesen, Katrín Gunnarsdóttir og Halldór Arnarsson
Nemendur í FJÖ173