Fara í efni  

Andri Snær ræddi um loftslagsmálin

Andri Snær ræddi um loftslagsmálin
Fjölmenni var á fyrirlestri Andra Snæs í VMA.

Andri Snær Magnason rithöfundur sendi nýverið frá sér bókina Um tímann og vatnið þar sem hann fjallar frá ýmsum hliðum um loftlagsbreytingar og afleiðingar þeirra fyrir mannkynið.

Andri Snær fjallaði um loftlags- og umhverfismálin í Menningarhúsinu Hofi í gærkvöld en í gærmorgun kom hann í VMA og ræddi þessi mál í M01 við nemendur og kennara skólans.

Óhætt er að segja að þessi nýja bók Andra Snæs hefur vakið mikla athygli og umræðu í samfélaginu og hún hefur almennt fengið góða dóma gagnrýnenda.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.