Fara í efni  

Ánćgjulegt ađ sjá vöxt íţrótta- og lýđheilsubrautar

Ánćgjulegt ađ sjá vöxt íţrótta- og lýđheilsubrautar
Hinrik Ţórhallsson kennari.

Hinrik Ţórhallsson kennari man tímana tvenna í kennslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hann hefur kennt viđ skólann frá upphafi – í rösk ţrjátíu ár - og fylgt ófáum nemendum í gegnum hann. Hinrik segir ánćgjulegt ađ sjá gamlan draum um öfluga íţróttabraut til stúdentsprófs hafa orđiđ ađ veruleika. En eftir sem áđur sé afar mikilvćgt ađ byggt verđi íţróttahús viđ skólann.

Hinrik hóf ađ kenna íţróttir í afleysingum viđ Menntaskólann á Akureyri áriđ 1980 en flutti sig upp á Eyrarlandsholtiđ ţegar Verkmenntaskólinn var settur á stofn áriđ 1984. “Ţađ hefur vissulega margt breyst til batnađar á ţeim ríflega ţremur áratugum sem ég hef starfađ hér. Ég minnist ţess ađ til ađ byrja međ var útbúinn ţreksalur niđur í kjallara og viđ ţurftum oft ađ hćtta ćfingum ţegar olíulyktin barst niđur úr málmiđnađardeildinni,” segir Hinrik og brosir.

“Upphaflega var íţróttabrautin fjögur ár en síđan var henni breytt í tveggja ára starfsnám og ađ henni lokinni ţurftu nemendur ađ velja einhverja ađra braut til ţess ađ ljúka stúdentsprófi. Ţetta fyrirkomulag var óheppilegt og stóđ í vegi ţess ađ brautin nćđi ađ vaxa og dafna. En međ nýrri námsskrá var tekiđ upp ţriggja ára nám á íţrótta- og lýđheilsubraut og fyrstu nemendurnir af henni ljúka stúdentsprófi í vor. Ţađ er ánćgjulegt ađ sjá, eins og viđ töldum okkur vita, ađ ţegar unnt yrđi ađ taka samfellt nám á ţessari námsbraut til stúdentsprófs yrđi sprenging í ađsókn og nú er svo komiđ ađ íţrótta- og lýđheilsubraut er orđin ein af fjölmenntustu námsbrautum Verkmenntaskólans,” segir Hinrik.

Hann segir ađ enginn vafi sé á ţví ađ íţrótta- og lýđheilsubraut sé afar góđur grunnur fyrir fjölbreytt nám, sem bćđi tengist íţróttum og lýđheilsu. Ţar megi nefna íţróttafrćđi og ýmis heilbrigđisfög. Međ ţví ađ bćta viđ sig fögum á náttúrufrćđibraut skólans fái nemendur góđan grunn fyrir t.d. bćđi sjúkraţjálfun og lćknisfrćđi.

“En ţađ er afar mikilvćgt ađ mínu mati ađ bćta hér íţróttaađstöđu. Ţađ vantar tilfinnanlega íţróttahús viđ skólann sem myndi nýtast honum og fjölbreyttu íţróttalífi á Akureyri. Jafnframt tel ég ađ slíkt hús myndi nýtast í ýmsa ađra starfsemi í skólanum. Ţetta tel ég ađ hái okkur og hamli frekari vexti og ţróun íţrótta- og lýđheilsubrautar skólans. Ţađ er einfaldlega mikil ţörf fyrir slíkt hús og stađreyndin er sú ađ ţađ er alltaf erfiđara og erfiđara ađ fá íţróttatíma í íţróttahúsum bćjarins enda er ţau afar ásetin. Ţađ var hins vegar ákveđinn áfangasigur ţegar íţróttahús var sett inn á samţykkt skipulag lóđar VMA. Hins vegar gerist ekkert meira í málinu fyrr en vilyrđi fćst fyrir peningum í slíka byggingu. Ţađ má líka nefna í ţessu sambandi ađ Háskólinn á Akureyri er kominn međ vísi ađ íţróttalínu og nemendur ţar kalla líka eftir ađstöđu sem ekki er fyrir hendi eins og er. Vonandi getur Háskólann á Akureyri í framtíđinni bođiđ upp á nám í íţróttafrćđi en til ţess ađ ţađ geti orđiđ ţarf ađ bćta íţróttaađstöđuna. Ţađ er mitt mat ađ upplagt vćri ađ samnýta íţróttahús á lóđ VMA fyrir bćđi VMA og HA,” segir Hinrik.

Sem fyrr segir hefur er Hinrik einn ţeirra kennara viđ VMA sem hafa starfađ viđ skólann frá upphafi. Hann segist vera kominn á 95 ára regluna svokölluđu - sem er samanlagđur líf- og starfsaldur - og gćti ţví veriđ hćttur. "En eins og stađan er núna horfi ég til ţess ađ kenna til vors og nćsta vetur og láta svo stađar numiđ," segir Hinrik Ţórhallsson.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00