Fara í efni

Ánægja með hönnunaráfangann - framhald næsta haust

Fuglahús úr vínflöskukorktöppum.
Fuglahús úr vínflöskukorktöppum.
„Þetta hefur tekist ótrúlega vel og verið virkilega gaman og lærdómsríkt fyrir mig að fara í gegnum þetta. Það má kannski segja að þetta hafi verið ákveðið tilraunaverkefni, en mér finnst reynslan hafa verið góð og það er fullur vilji til þess að halda áfram á næstu önn og þá verður í boði bæði þessi grunnáfangi og einnig framhaldsáfangi. Ég hvet því nemendur til þess að skrá sig sem fyrst í þessa áfanga,“ segir Helga Jósepsdóttir, vöruhönnuður, sem hefur núna á vorönn kennt grunnáfanga hönnunar.

„Þetta hefur tekist ótrúlega vel og verið virkilega gaman og lærdómsríkt fyrir mig að fara í gegnum þetta. Það má kannski segja að þetta hafi verið ákveðið tilraunaverkefni, en mér finnst reynslan hafa verið góð og það er fullur vilji til þess að halda áfram á næstu önn og þá verður í boði bæði þessi grunnáfangi og einnig framhaldsáfangi. Ég hvet því nemendur til þess að skrá sig sem fyrst í þessa  áfanga,“ segir Helga Jósepsdóttir, vöruhönnuður, sem hefur núna á vorönn kennt grunnáfanga hönnunar.

„Þetta var valáfangi og það voru 19 nemendur sem luku honum. Þetta var frumraun mín í að kenna heilan áfanga, en áður hafði ég kennt á styttri námskeiðum á Spáni. Á sínum tíma lærði ég í grunndeild málmiðnaðar í Verkmenntaskóla Austurlands og síðan fór ég í Listaháskólann og þaðan til Madrídar þar sem ég lærði vöruhönnun. Það sem hefur verið mjög skemmtilegt við þennan áfanga sem við erum núna að ljúka er að nemendur koma úr öllum áttum í skólanum, af listnámsbraut, úr verklegu deildunum og einnig úr bóknámsdeildunum. Það er virkilega skemmtilegt því þannig fáum við afar ólíkar hugmyndir,“ segir Helga.

Í tengslum við „Opið hús“ á listnámsbraut sl. miðvikudagskvöld kynntu nemendur í hönnunaráfanganum ýmislegt sem þeir hafa verið að gera í vetur. Óhætt er að segja að margar hugmyndirnar hafi verið bráðskemmtilegar. Meðal þess sem nemendurnir sýndu voru ólíkar útfærslur á fuglahúsi. Hér má sjá myndir sem teknar voru af þessum hugmyndum nemendanna í hönnunaráfanganum.

Opið hús listnámsbrautar
Eins og venja er í lok annar buðu nemendur listnámsbrautar öllum sem áhuga höfðu að kíkka í heimsókn í skólann og sjá hvað þeir hafi verið að gera í vetur. Þar var sannarlega margt skemmtilegt og áhugavert að sjá eins og þessar myndir bera með sér.