Fara í efni

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í VMA

Nefndarfólk með skólastjórnendum VMA.
Nefndarfólk með skólastjórnendum VMA.
Í morgun bar góða gesti að garði í VMA þegar fulltrúar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis komu í heimsókn og skoðuðu skólann og kynntu sér skólastarfið í fylgd Benedikts Barðasonar skólameistara og Önnu Maríu Jónsdóttur aðstoðarskólameistara.
Nefndarfólk í allsherjar- og menntamálanefnd nýtti daginn vel á Akureyri í dag og skoðaði ýmsar stofnanir sem undir nefndina heyra, t.d. mennta- og löggæslustofnanir.