Fara í efni  

Allir leggjast á eitt

Allir leggjast á eitt
Benedikt Barđason og Anna María Jónsdóttir.

Verkefni stjórnenda og allra starfsmanna Verkmenntaskólans á Akureyri frá ţví ađ ákveđiđ var ađ setja á samkomubann hafa ekki veriđ hefđbundin, enda er allt samfélagiđ ađ takast á viđ nýjan og óţekktan veruleika. Síđasti hefđbundi skóladagur ţar sem nemendur mćttu í skólann var sl. föstudagur og nú er tekinn viđ nýr veruleiki í skólastarfinu. Kennsla er áfram í fullum gangi en međ nýjum formerkjum. Eftir sem áđur verđur hefđbundiđ fjarnám VMA óbreytt. Breytingin er hins vegar sú ađ fjarnám hefur veriđ útvíkkađ – meira og minna til allra námsbrauta skólans. Skólahúsin eru lokuđ fyrir ađra en starfsmenn og ađeins hluti ţeirra vinnur í skólanum, fjölmargir kennarar sinna kennslu frá heimilum sínum.

Benedikt Barđason skólameistari og Anna María Jónsdóttir ađstođarskólameistari segja ađ í mörg horn hafi veriđ ađ líta viđ ađ skipuleggja skólastarfiđ nćstu daga og vikur en ţađ hafi gengiđ vel og almennt séu starfsmenn og nemendur skólans tilbúnir ađ leggjast á eitt til ađ hlutirnir gangi eins vel upp og mögulegt er í skólastarfinu í breyttum heimi.

Benedikt: Samkomubanniđ kom okkur ekki alveg í opna skjöldu og viđ vorum nokkuđ viss um ađ á einhverjum tímapunkti yrđi ţađ sett á. Viđ höfđum ţví gert ákveđnar ráđstafanir í samstarfi viđ nemendafélagiđ hér eins og ađ aflýsa árshátíđ nemenda og um liđna helgi átti ađ vera svokallađ LAN-mót sem einnig var búiđ ađ aflýsa fyrir nokkrum dögum. Stórum starfsmannafundi var sömuleiđis aflýst svo og námsferđum nemenda og kennara til útlanda. Ég hafđi hins vegar vonast til ţess ađ unnt yrđi ađ halda úti hefđbundnu skólastarfi í ţessari viku en ţví miđur gat ekki af ţví orđiđ. Hlutirnir hafa hins vegar í öllu ţessu ferli tekiđ hröđum breytingum og viđ ţví hefur ţurft ađ bregđast á hverjum tíma. Viđ höfđum hitt alla fag- og brautastjóra í vikunni áđur til ţess ađ rćđa viđ ţá um ţann möguleika ađ ţetta gćti gerst fyrirvaralaust og ţví vćri mikilvćgt ađ ţeir rćddu ţessi mál viđ sitt fólk til ţess ađ safna í sarpinn hugmyndum og tillögum um breytta nálgun í kennslu og framsetningu námsefnis ef til samkomubanns kćmi og ţyrfti ađ senda nemendur heim.
Anna María: Mennta- og menningarmálaráđuneytiđ hafđi veriđ stöđugt í sambandi viđ okkur stjórnendur skólanna og búiđ okkur undir og kallađ eftir hugmyndum skólanna um hvernig ţeir gćtu sem best brugđist viđ og hvađa leiđir vćru fćrar til ađ ljúka skólaárinu.
Benedikt: Ţetta gerist mjög snöggt síđastliđinn föstudag og ţví gafst okkur ekki tóm til ţess ađ fara yfir málin međ nemendum, sem var óţćgilegt.
Anna María: Ţess vegna unnu kennarar ađ ţví í gćr og áfram í dag ađ hafa tal af nemendum sínum og fag- og brautarstjórar hafa ţessa fyrstu tvo daga ţessarar kennsluviku unniđ ađ ţví ađ leggja línur um framhaldiđ međ kennurunum og hvernig ţeir hafi hugsađ sér ađ haga sinni kennslu í mismunandi áföngum.
Benedikt: Viđ stjórnendur skólans vorum í samskiptum viđ fag- og brautarstjórana fyrir helgi og viđ hittum ţá síđan alla í gćr á fundi ţar sem viđ heyrđum frá hverjum og einum hvernig stađan vćri á ţeirra brautum, hvađa verkefni vćru í gangi, hvernig stađan vćri á t.d. fagbóklegum áföngum, hvort möguleiki vćri á ţví ađ hrađa yfirferđ á ţeim nćstu vikurnar í fjarkennslu og geta ţá ađ ţessu tímabili loknu unniđ eftir nýrri stundatöflu ţar sem öll áhersla yrđi á verklegu kennsluna. Eđli málsins samkvćmt er alveg ljóst ađ hvađ verklegu brautirnar varđar er ţetta mun flóknara og erfiđara viđfangsefni en í bóklega náminu og verklegu greinarnar sem viđ kennum hér eru einnig ólíkar og ađ sama skapi er stađan á ţeim afar mismunandi. Ţađ er ekki hćgt ađ gefa út ađ ein lausn sé betri en önnur í ţessari fordćmalausu stöđu sem kennarar og nemendur í verknámi hafa aldrei stađiđ frammi fyrir áđur. Lausnirnar og bestu leiđirnar verđa til í samtali og samstarfi nemenda og kennara og sú vinna er ţegar komin í fullan gang.
Anna María: Í einhverjum tilfellum hafa nemendur tekiđ međ sér smíđagripi og verkfćri heim til ţess ađ vinna ađ heima og t.d. á listnáms- og hönnunarbrautinni tóku nemendur međ sér heim ýmsa hluti til ţess ađ vinna áfram međ heima og síđan fer kennslan fram međ myndsamtölum og/eđa miđlun myndbanda milli kennara og nemenda. Hér í skólanum er búiđ ađ koma upp tćkniveri ţar sem kennarar geta t.d. tekiđ upp myndbönd til ţess ađ senda nemendum og ţađ sama á viđ um fagteikninguna.
Viđ höfum lagt á ţađ áherslu ađ miđla eins greinargóđum upplýsingum til nemenda og forráđamanna ţeirra og okkur hefur veriđ unnt og miđađ viđ hversu lítiđ er um ađ fólki hringi á skrifstofu skólans til ţess ađ fá upplýsingar virđist hafa tekist vel ađ koma upplýsingum frá skólanum til fólks. Frá ţví sl. föstudag höfum viđ sent marga upplýsingapósta á nemendur, forráđamenn ţeirra og starfsfólk skólans. Ţađ munum viđ gera áfram ţví eftir sem áđur er okkar hlutverk ađ halda uppi starfsemi og virkni í skólastarfinu.
Benedikt: Viđ leggjum mikla áherslu á samskipti kennara viđ nemendur og forráđamenn. Lykilatriđi ađ viđ getum unniđ eins vel úr ţessari flóknu og erfiđu stöđu og mögulegt er og ađ skólinn sjái til ţess ađ ţessi tenging og samskipti rofni ekki. Ţessi breytta stađa mun ađ sjálfsögđu hafa áhrif á námsmat ţví hópverkefni sem til stóđ ađ vinna hér á stađnum verđa ekki unnin o.s.frv. Mismunandi er hvernig kennarar nálgast kennsluna viđ breyttar ađstćđur. Í einhverjum tilfellum kenna ţeir í fjarnámi samkvćmt stundaskrá annarinnar, ţađ er ađ segja ađ ţeir verđa í sambandi viđ sína nemendur í gegnum tölvur og kenna ţeim ţannig á sama tíma og ţeir hefđu kennt í skólastofu hér í skólanum. Ađrir kennarar nálgast verkefniđ međ öđrum hćtti. Nálgun kennaranna í kennslunni er ţví mismunandi enda eru námsgreinarnar og -brautirnar ólíkar.
Anna María: Tćknilausnirnar sem kennarar nýta sér eru mismunandi, hvort sem er í Moodle, Google eđa einhverju öđru. Ţessar lausnir ţekkja bćđi kennarar og nemendur og ţćr skila sér vel. Viđ höfum lagt á ţađ áherslu ađ í ţessari stöđu felist líka ákveđin tćkifćri. Allir ţurfa ađ takast á viđ nýjan veruleika og hugsa málin svolítiđ upp á nýtt. Ég veit ađ kennarar hafa ţessa síđustu daga prófađ sig áfram međ nýjar tćknilausnir til ţess ađ nýta sér í kennslunni og miđlun upplýsinga til nemenda. Ýmsar ţćr lausnir sem kennarar hafa veriđ ađ prófa sig áfram međ munu ţeir svo örugglega nýta sér áfram ţegar ţessu tímabili lýkur.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00