Fara í efni  

Mikilvćgt ađ virkja alla

Mikilvćgt ađ virkja alla
Áslaug Kristjánsdóttir.

Á 61. landsţingi Landssambands hestamannafélaga á Akureyri fyrr í ţessum mánuđi voru heiđrađir nokkrir Norđlendingar sem lengi hafa unniđ ómćlt starf í ţágu hestamennskunnar í fjórđungnum og á landsvísu. Ein af ţeim sem fengu viđurkenningu er Áslaug Kristjánsdóttir, stuđningsfulltrúi í VMA.

„Ég fćddist inn í hestamennskuna og drakk hana í mig kornung. Fađir minn, Kristján Hermannsson, var mikill hestamađur og móđir mín, Sigríđur Ţórlaug Elsa Björg Sveinsdóttir, var líka í hestamennskunni, en ţó ekki eins mikiđ. Ég fćddist í Reykjavík en fluttist barnung norđur í Eyjafjörđ. Pabbi var frá Leyningi í Eyjafjarđarsveit en mamma kom ađ austan. Pabbi gerđi allt í hestamennskunni, ţar međ taliđ ađ temja hross og setti á stofn tamningastöđ međ Sigurđi Jósefssyni í Torfufelli. Ţetta var mikil nýlunda á ţessum tíma – á sjötta áratug síđustu aldar. Ég ólst upp í Leyningi og byrjađi snemma ađ temja, lćrđi af pabba og öđrum sem voru í kringum mig á ţessum tíma. Hrćđsla viđ hesta var ekki til í minni orđabók. Ég sótti grunnskóla í Sólgarđi í gamla Saurbćjarhreppi, fór síđan í Gagnfrćđaskólann á Akureyri og sótti í framhaldinu um skólavist í Bćndaskólanum á Hólum en var synjađ vegna ţess ađ ég vćri kona,“ rifjar Áslaug upp og brosir.

Hún fór ţví ađra leiđ, sótti fjölda námskeiđa er lutu ađ ţví ađ vinna međ fatlađa og lauk formlegu námi sem međferđar- og stuđningsfulltrúi. Um tíma starfađi hún á Sólborg á Akureyri sem hún segir ađ hafi veriđ mjög skemmtilegur vinnustađur, var ţar m.a. yfir sundlauginni um skeiđ. „Ég hef unniđ í ţessum geira síđan 1982,” segir Áslaug.

Áriđ 1985 fékk Kristján fađir Áslaugar heilablóđfall og hann lést áriđ eftir. Heilablóđfalliđ gerđi ţađ ađ verkum ađ margt í daglegu lífi breyttist á einni nóttu. Međ ađstođ Áslaugar gat Kristján ţó fariđ á hestbak og í kjölfariđ fannst Áslaugu ađ full ástćđa vćri til ţess ađ fatlađir gćtu notiđ ţess eins og ađrir ađ fara á hestbak. Endirinn var sá ađ hún setti ásamt Jónsteini Ađalsteinssyni á fót námskeiđ í hestamennsku fyrir fatlađa og međ ţau voru ţau til fjölda ára, bćđi á Akureyri og í tengslum viđ sumardvöl fatlađra á Botni í Eyjafjarđarsveit.

Til fjölda ára hefur Áslaug starfađ í íţróttahreyfingunni, sem formađur íţróttadeildar hestamannafélagsins Léttis á Akureyri og á vettvangi Íţróttabandalags Akureyrar og Íţróttasambands Íslands. Hún segist alltaf hafa haft ţađ ađ leiđarljósi í sínum störfum ađ íţróttir séu og eigi ađ vera fyrir alla.

Um tíma starfađi Áslaug á Hćfingarstöđinni viđ Skógarlund en vann síđan viđ ţjónustuíbúđir fyrir geđfatlađa viđ Skútagil – og grípur enn í ţá vinnu. En mörg síđustu ár hefur Áslaug fyrst og fremst veriđ stuđningsfulltrúi í VMA, ţar sem hún hefur unniđ náiđ međ Rögnvaldi Símonarsyni viđ ađ styđja nemendur í starfsnámi. „Áhugamál mitt er ađ virkja fólk og gefa öllum tćkifćri til ţess ađ vinna. Virkni hefur alltaf veriđ mikilvćg og gefist vel,” segir Áslaug en stundum hefur hún fariđ međ nemendur sína af starfsbraut í hesthúsiđ og upplifađ hversu jákvćđ og góđ áhrif hrossin hafa á viđkomandi.

„Ég er stolt af vinnunni hér í VMA og mér finnst hún hafa boriđ árangur. Viđ sem störfum á starfsbrautinni erum ţéttur og góđur hópur sem vinnur vel saman og ég hef haft mikla ánćgju af ţví ađ starfa međ öllu ţessu góđa fólki og nemendunum, sem margir leita áfram til mín ţótt ţeir séu ekki lengur í námi hér,” segir Áslaug Kristjánsdóttir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00