Fara í efni

Allir áfangar í staðnámi frá 25. janúar

Frá og með 25. janúar verða allir áfangar í staðnámi hér í VMA. Þannig að þeir áfangar sem hafa verið í fjarnámi í þessari viku verða það ekki lengur. Það eru undantekningar varðandi nokkra áfanga en nemendur eiga að vera upplýstir um þá áfanga þar sem við á. 

Höldum áfram að passa okkur og fara eftir reglunum - þannig tekst okkur að halda úti góðu og mikilvægu skólastarfi. 

Muna:

  • Ekki koma í skólann ef þið finnið fyrir kvefeinkennum

  • Handþvottur 

  • Spritta hendur reglulega ef þið getið ekki þvegið ykkur um hendur

  • Notið grímu (hún á bæði að hylja munn og nef) alltaf, alls staðar. 

  • Passið upp á að hafa góða fjarlægð eins og hægt er.

Þessa fyrstu viku með aukið nám innan veggja VMA, hafa nemendur farið eftir þeim sóttvörnum sem gilda í skólanum. Langflestir fara algjörlega eftir öllum fyrirmælum og taka vel ábendingum um að fara eftir reglunum. Við verðum að halda áfram með þessum hætti eitthvað lengur eða þar til sóttvarnareglur gefa tilefni til annars. 

Það er helst í mötuneytinu í Gryfju sem þarf að minna nemendur á og eru þeir beðnir um að vera ekki í stórum hópum við borðin, það eru fjöldatakmarkanir og það þarf að vera rými fyrir alla sem eru að borða. Þeir sem eru ekki að borða geta farið niður í Gryfju eða inn á bókasafn á meðan beðið er eftir að kennslustund hefjist. 

Information in English

From 25 January onwards all courses will be taught at school, therefore courses that have been taught online this week will be taught in house from the coming Monday. There are some exceptions, but the students in those courses will have been notified specially.

Let's continue the good work we have been doing regarding the precautions, going by the rules. This is how we will be able to continue coming to school.

Remember: 

  • Stay home if you have any symptoms

  • Wash your hands

  • Use hand sanitizer if you can’t wash your hands

  • Use a mask and make sure it covers mouth and nose

  • Keep a safe distance

Students are reminded not to form groups within the canteen area nor hang around after finishing their meal. Make room for other diners. There is space in Gryfjan and the library to wait for classes to begin.

This first week back at school after the change of rules, students have done a wonderful job of sticking to the rules set by the school and the authorities. Keep up the good work!