Fara í efni

Akrílverk nemenda á listnáms- og hönnunarbraut sýnd í Deiglunni

Nemendur sem sýna verk sín í Deiglunni.
Nemendur sem sýna verk sín í Deiglunni.

Nemendur á listnáms- og hönnunarbraut VMA, sem sóttu áfanga hjá Björgu Eiríksdóttur í akrílmálun á haustönn 2022, sýna afrakstur vinnu sinnar á sýningu í Deiglunni í Listagilinu um helgina, nánar tiltekið laugardaginn 15. apríl og sunnudaginn 16. apríl. Sýningin verður opin báða dagana frá kl. 14 til 17.

Á sýningunni eru ellefu akrílverk nemenda og er óhætt að segja að þau séu fjölbreytt. Sjón er sögu ríkari, allir eru hjartanlega velkomnir.

Þessar myndir voru teknar í dag, föstudag, þegar nemendur og Björg kennari þeirra, unnu að því að koma verkunum fyrir á veggjum Deiglunnar.