Fara í efni

Áhugavert verkefni Kristbjargar Mörtu og Birnu Kristínar

Kristbjörg Marta og Birna Kristín.
Kristbjörg Marta og Birna Kristín.

Kristbjörg Marta Aðalsteinsdóttir og Birna Kristín Kristbjörnsdóttir, nemendur í heilbrigðisfræði hjá Hannesínu Scheving, unnu athyglisvert verkefni um forvarnir gegn fíkn á önninni. Í því skyni mættu þær á AA-fundi, tóku viðtöl við fíkla - bæði óvirka og virka - og fleiri. 

Í viðtali við Maríu Pálsdóttur í Föstudagsþættinum á N4 sl. föstudag sögðu Kristbjörg Marta og Birna Kristín frá verkefninu.