Fara í efni  

Áhugaverđur fyrirlestur um nýtt fiskiđjuver Samherja á Dalvík

Áhugaverđur fyrirlestur um nýtt fiskiđjuver Samherja á Dalvík
Fyrirlestur Birkis og Atla var afar fjölsóttur.

Birkir Baldvinsson og Atli Dagsson frá Samherja fluttu afar áhugaverđan fyrirlestur í gćr í VMA fyrir nemendur og kennara nokkurra verknámsbrauta skólans. Ţeir sögđu frá hinu nýja fiskiđjuveri sem Samherji er nú ađ byggja á hafnarsvćđinu á Dalvík og leysir af hólmi eldra hús ţar sem Samherji hefur veriđ međ fiskvinnslu til fjölda ára og ţar áđur Kaupfélag Eyfirđinga.

Af fyrirlestri Birkis og Atla má ráđa ađ hér er um gríđarlega stórt verkefni ađ rćđa sem í senn er metnađarfullt og framsćkiđ og án ţess ađ ţađ hafi komiđ fram í fyrirlestrinum má álykta sem svo ađ hiđ nýja fiskiđjuver verđi í allra fremstu röđ fiskiđjuvera fyrir bolfiskvinnslu í heiminum. Heildarkostnađur er áćtlađur á bilinu fjórir til fjórir og hálfur milljarđur króna.

Samherji er međ tvö fiskvinnsluhús viđ Eyjafjörđ – ÚA á Akureyri og vinnsluna á Dalvík. Ţađ er af sem áđur var ţegar útgerđ frystiskipa var hryggjarstykkiđ í útgerđ Samherja, núna er áherslan á útgerđ ísfiskskipa og ađ flytja ferskan fisk á erlenda markađi. Stćrstu markađir í Evrópu eru í Frakklandi, Bretlandi og Belgíu og Ameríkumarkađur er einnig drjúgt stór. Samherji hefur á undanförnum árum tekiđ í notkun ţrjá nýja ísfisktogara og tveir til viđbótar eru vćntanlegir.

Samherji hefur á undanförnum árum endurnýjađ og stćkkađ vinnsluna á Akureyri. Ţannig var byggđ 2.500 fermetra viđbygging viđ vinnsluna á Akureyri áriđ 2015 og nam sú fjárfesting um átján hundruđ milljónum króna. Á síđasta ári var fjárfest í ÚA fyrir um milljarđ ţegar bćtt var viđ ţremur snyrtilínum, tveimur vatnsskurđarvélum og ţremur bitaflokkurum.

Fyrir um ţremur árum var síđan fariđ ađ huga ađ byggingu nýs fiskiđjuvers á Dalvík og ţađ verkefni er nú komiđ í fullan gang og stór hluti byggingarinnar er ţessa dagana kominn undir ţak. Húsiđ er á hafnarsvćđinu á Dalvík og er heimilisfangiđ Sjávarbraut 2. Ekki liggur nákvćmlega fyrir hvenćr vinnslan verđur tekin formlega í notkun en ţađ mun ađ óbreyttu gerast á nćsta ári. Stefnt er ađ ţví ađ flestar vélar verđi komnar á sinn stađ fyrir lok ţessa árs.

Hiđ nýja fiskiđjuver er á einni hćđ í stađ ţriggja í núverandi vinnsluhúsi. Ţetta verđur byltingarkennd breyting, unnt verđur ađ bćta međhöndlun aflans, fjórar vinnslulínur verđa í húsinu, sjálfvirk pökkun, aukin afköst, betri ađbúnađur starfsfólks og störfin verđa á allan hátt léttari. Ţeir Birkir og Atli lögđu á ţađ áherslu ađ sjálfvirknivćđing nútímans kallađi á annars konar og hentugra húsnćđi og ţví hefđi veriđ ráđist í ţessar framkvćmdir. Margt hafi ţurft ađ hafa í huga viđ hönnun hússins, menn hafi ţurft ađ horfa bćđi til ţess hvernig tćkni dagsins vćri og hvađa tćkninýjunga vćri ađ vćnta. Horfa ţyrfti til framtíđar viđ svo stóra framkvćmd.

Húsiđ er 1213 m langt og 55 m breitt, 9300 fermetrar ađ grunnfleti. Í bygginguna fara um 650 tonn af stáli, hljóđeinangrun hússins fćst međ svokölluđum hljóđísogsplötum. Sprinkler kerfi hússins er 4.550 lítrar/mínútu, snjóbrćđslulagnir eru samtals um 16 km, heildarstćrđ frystikerfisins er 2.500 kW – um er ađ rćđa  ammoníakskerfi, lágţrep og miliţrep.

Allir hlutir í húsinu verđa merktir svk. RDS kerfi – Reference Designation Systems – húsiđ og öll rými, allt vinnslurými, frystikerfi og öll húskerfi.

Ćtlunin er ađ vinna í húsinu frá kl. 08:00 til 16:00 virka daga. Miđađ er viđ ađ í gegnum vinnsluna fari 10-12 tonn af hráefni á klukkustund.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00