Fara í efni

Áhugasamir nemendur í samvinnuverkefni

Unnið að því að leggja rafmagn í sumarbústaðinn.
Unnið að því að leggja rafmagn í sumarbústaðinn.
Nú er sumarbústaðurinn sem VMA-nemendur hafa unnið að því að byggja smám samana að taka á sig mynd. Sem fyrr er þetta samvinnuverkefni deilda skólans og gefur nemendum í verknámsdeildum kærkomið tækifæri til þess að takast á við gott og raunhæft verkefni.

Nú er sumarbústaðurinn sem VMA-nemendur hafa unnið að því að byggja smám samana að taka á sig mynd. Sem fyrr er þetta samvinnuverkefni deilda skólans og gefur nemendum í verknámsdeildum kærkomið tækifæri til þess að takast á við gott og raunhæft verkefni.

Nemendur í byggingadeild VMA byggja sjálfan bústaðinn undir vökulum augum kennara sinna. Þetta gefur nemendum góða innsýn í fjölþætta smíðavinnu og er þeim gott veganesti í náminu. Auk þess segja kennarar það sína reynslu að fátt þyki nemendum skemmtilegra en að fást við en að byggja slík hús.

Bústaðurinn sem núna er í smíðum og stendur norðan við VMA er langt kominn. Nú er verið að leggja rafmagn í húsið og annast það verk nemendur á fimmtu önn í rafiðnaðardeild skólans. Í kjölfarið koma síðan nemendur í byggingadeild og ljúka við að klæða veggina að innan.

Í gær voru nemendur úr bæði byggingadeild og rafiðnaðardeild að störfum í sumarbústaðnum og skein áhuginn úr andlitum nemendanna og fór ekki á milli mála að þeim fannst gaman að takast á við þetta verkefni. Og vandvirknin fór ekkert á milli mála og er nokkuð ljóst að sá sem kemur til með að eignast þennan bústað að verki loknu fær vel byggt og vandað hús, svo mikið er víst.