Fara í efni  

Ágóđi af nytjamarkađi VMA til Ungfrú Ragnheiđar

Ágóđi af nytjamarkađi VMA til Ungfrú Ragnheiđar
Peningarnir nýtast Ungfrú Ragnheiđi vel.

Í umhverfisviku í VMA fyrr á ţessari önn var m.a. settur upp nytjamarkađur sem var stađsettur á bókasafni skólans. Ţangađ komu nemendur og starfsmenn skólans međ ýmsa hluti sem ţeir höfđu ekki not fyrir og buđu til sölu. Ţetta var sannarlega í nafni umhverfisverndar ţví aukinn ţungi er í umrćđu um endurnýtingu hluta og ađ draga úr sóun. Einn af mikilvćgum ţáttum í ţví ađ vernda náttúruna.

Alls söfnuđust međ ţessum nytjamarkađi á sjötta tug ţúsunda króna og var ákveđiđ ađ verja fjármununum sem söfnuđust í ţágu góđs málefnis. Niđurstađan var ađ ţeir myndu renna til verkefnis á vegum Rauđa krossins viđ Eyjafjörđ sem nefnist Ungfrú Ragnheiđur. Um er ađ rćđa svokallađ skađaminnkunarverkefni sem felst m.a. í ţví ađ dreifa sprautum og sprautu­nálum til fólks sem sprautar vímuefnum í ćđ og veita ţví ađstođ međ sáraumbúnađ og fleira. Einnig hafa sjálfbođaliđarnir sem starfa ađ verkefninu fćrt skjólstćđingum hlý föt og mat. Ungfrú Ragnheiđur er ađ jafnađi á ferđinni á Akureyri tvisvar í viku en auk ţess sinna sjálfbođaliđar útköllum eftir ţörfum. 

Rauđi krossinn viđ Eyjafjörđ ýtti ţessu verkefni úr vör í janúar áriđ 2018. Á ţessu röska ári hefur verkefniđ náđ til um fimmtán einstaklinga og hafa heimsóknir í bíl Ungfrú Ragnheiđar veriđ um fjörutíu talsins. Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, deildarstjóri Rauđa krossins viđ Eyjafjörđ, segir ađ reynslan af verkefninu á ţessu fyrsta ári hafi sýnt fram á ađ mikil ţörf hafi veriđ fyrir ţađ. Hún segir ađ tveir hópstjórar haldi utan um verkefniđ og skipuleggi vaktir en í ţađ heila vinni um fimmtán sjálfbođaliđar ađ ţví. Ađ sjálfsögđu er fullum trúnađi haldiđ og geta skjólstćđingar haft samband viđ Ungfrú Ragnheiđi í gegnum fb-síđu verkefnisins - Ungfrú Ragnheiđur - eđa hringt í vaktsímann 8001150. Ingibjörg segir ađ markmiđiđ sé ađ stuđla ađ öruggari sprautunotkun og koma í veg fyrir blóđborna sjúkdóma hjá fólki sem sprautar sig međ vímuefnum í ćđ. Einnig sé markmiđiđ ađ draga úr ţví ađ sprautur séu skildar eftir á víđavangi. Ingibjörg segir ađ viđ framkvćmd verkefnisins sé unniđ samkvćmt hugmyndafrćđi skađaminnkunar sem snýst m.a. um ađ draga úr jađarsetningu ţeirra sem glíma viđ erfiđa fíknisjúkdóma og međ ţví móti auka ađgengi ţeirra ađ lágmarks heilbrigđisţjónustu. Mikiđ sé lagt upp úr ţví ađ mćta skjólstćđingum međ virđingu ađ leiđarljósi og reyna ađ auka lífsgćđi ţeirra sem eru jađarsettir vegna fíknivanda.

Ungfrú Ragnheiđur er systurverkefni Frú Ragnheiđar á vegum Rauđa krossins í Reykjavík sem hefur veriđ starfrćkt í um áratug og hefur ţađ ađ meginmarkmiđi ađ draga úr sýkingum og útbreiđslu lifrarbólgu C og HIV, međ ţví ađ auđvelda einstaklingum ađgengi ađ sárameđferđ, hreinum nálum og öđrum sprautubúnađi og almennri frćđslu um skađaminnkun. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00