Fara í efni  

Ágćtlega sótt háskólakynning

Ágćtlega sótt háskólakynning
Spáđ í háskólanám.
Fjölmargir lögđu leiđ sína á háskólakynningu í VMA í gćr, en ţar kynntu háskólar landsins ţađ nám sem ţeir bjóđa upp á. Kynningin var hugsuđ fyrir bćđi nemendur í VMA og MA og alla ađra sem höfđu áhuga á ađ kynna sér námsframbođ skólanna.

Fjölmargir lögðu leið sína á háskólakynningu í VMA í gær, en þar kynntu háskólar landsins það nám sem þeir bjóða upp á. Kynningin var hugsuð fyrir bæði nemendur í VMA og MA og alla aðra sem höfðu áhuga á að kynna sér námsframboð skólanna.

Slík kynning hefur verið hér norðan heiða undanfarin ár, en hún er nú haldin í framhaldinu af stóru háskólakynningunni í Reykjavík 9. mars sl.

Fulltrúar háskólanna voru í kynningarbásunum í gær,  veittu upplýsingar og dreifðu kynningarefni um skólana.

Myndir af háskólakynningunni í gær má finna með því að smella á neðangreindan hlekk.

http://www.myalbum.com/Album=SVZSYG6Z


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00