Fara í efni  

Aftur í VMA eftir tíu ára hlé

Aftur í VMA eftir tíu ára hlé
Ágústa Lóa Downs.

Leiđir nemenda ađ settu marki taka misjafnlega langan tíma og ţćr eru jafn ólíkar og nemendurnir eru margir. Skólasaga Ágústu Lóu Downs er öđruvísi en margra annarra nemenda Verkmenntaskólans á Akureyri. Hún var í VMA á árunum 2006 til 2010 og hóf aftur nám í skólanum viđ upphaf vorannar – eftir um áratugs hlé.

Á sínum tíma var Ágústa á bćđi listnámsbraut og náttúrufrćđibraut VMA og átti ekki mjög langt í land til ţess ađ ljúka námi af báđum brautum. Sumariđ 2010 ákvađ hún ađ bregđa sér út fyrir landsteinana og vinna í Sviss. Ekkert annađ var í kortunum en ađ hún kćmi aftur til Akureyrar um haustiđ til ţess ađ halda áfram í skólanum í átt ađ stúdentsprófinu. Ţađ fór ţó ekki svo. Útlöndin heilluđu og Ágústa hugsađi međ sér ađ hana langađi til ţess ađ taka sér eitt ár í frí frá námi og vera í útlöndum. Fór ţá til Spánar, bjó ţar í hálft ár og hitti breskan mann sem hún fór ađ búa međ. Ţau fluttu til Englands og ţar hélt Ágústa áfram ţar sem frá var horfiđ í listnáminu og lauk diplómaprófi frá listaskóla í Art and Art Design. Áriđ 2014 flutti Ágústa til Bournmouth á suđurströnd Englands međ ţriggja ára syni sínum. Hún gerđi ţar í tvígang atlögu ađ námi í kvikmyndagerđ en af ýmsum ástćđum gekk ţađ ekki upp. Á sínum tíma hafđi hún tekiđ virkan ţátt í félagslífinu í VMA, m.a. tekiđ ţátt í uppfćrslu Leikfélags VMA á We will rock you í Gryfjunni og sviđslistir hvers konar heilluđu hana. Í Bournmouth fór Ágústa ađ lćra ađ verđa eldgleypir sem henni finnst eftir á ađ hyggja sérkennilegt ţví hún hafi alltaf veriđ eldhrćdd. En ţjálfunin í ađ verđa eldgleypir hjálpađi henni ađ ná tökum á eldhrćđslunni.

Ágústa er Skagfirđingur, fćdd og uppalin á Háleggsstöđum í Deildardal, skammt frá Hofsósi og ţar búa foreldrar hennar. Áriđ 2017 kom hún til Íslands međ son sinn og síđan hefur hann veriđ í grunnskólanum í Varmahlíđ og búiđ hjá afa sínum og ömmu í Deildardal. Ágústa fór hins vegar aftur til Bretlands og hefur fengist viđ eitt og annađ síđan. Áhuginn á hestum sem hún hefur haft frá blautu barnsbeini og tengslin viđ náttúruna og náttúruvísindi hefur aukist međ tímanum. Hún hefur m.a. lćrt hestabogfimi í Bretlandi og hefur áhuga á ađ innleiđa slíkt á Íslandi, hún segir stćrđ íslenska hestins fullkomna fyrir hestabogfimina.

Tengslin viđ náttúruna og dýrin hefur fćrt Ágústu inn á ţá braut ađ fara ađ lćra dýralćkningar, ţangađ segist hún ótrauđ stefna nú. Ţess vegna hafi hún tekiđ ţá ákvörđun ađ koma heim til Íslands og setjast aftur á skólabekk í VMA á náttúrufrćđibraut og ef allt gengur upp er stefnan ađ ljúka stúdentsprófinu voriđ 2021 – ţví stúdentspróf ţarf hún til ţess ađ geta innritast í nám í dýralćkningum.

Ágústa kom til landsins 8. janúar sl., beint í íslenskt vetrarveđur eins og ţađ gerist verst, og lenti í erfiđleikum međ ađ komast landleiđina norđur í land. Fall er fararheill, hugsađi hún, en nú er námiđ komiđ á fullt og hún segist mjög sátt. Hún leigir íbúđ á Akureyri međ bróđur sínum, Ţóri Árna Jóelssyni, sem stundar nám í pípulögnum í VMA, og er smám saman ađ komast aftur inn í hlutina. Ágústa er 29 ára gömul og hún segir ađ sér hafi fundist eilítiđ skrítiđ í fyrstu ađ sitja í tímum međ um tíu árum yngri krökkum en hún pćli ekkert lengur í ţví. Fyrst og fremst vilji hún einbeita sér ađ náminu enda hafi hún ánćgju af ţví ađ lćra. Hún bćtir viđ ađ enn séu nokkrir kennarar í VMA sem kenndu sér á sínum tíma og ţađ hafi komiđ henni skemmtilega á óvart ađ nokkrir ţeirra hafi munađ eftir henni eftir öll ţessi ár.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00