Fara í efni

Aftur í skólann – lokaspretturinn hefst

Kennsla hefst á nýjan leik í dag eftir páskaleyfi og framundan eru síðustu kennsludagar þessarar vorannar og síðan taka við próf.

Kennsla hefst á nýjan leik í dag eftir páskaleyfi og framundan eru síðustu kennsludagar þessarar vorannar og síðan taka við próf.

Eins og margoft hefur komið fram gerði kennaraverkfallið það að verkum að ákveðið var að bæta við tveimur kennsludögum í þessari viku frá því sem upphaflega var ráðgert á skóladagatali. Í það heila bætast við fimm kennsludagar núna eftir páskaleyfi frá upphaflegu skóladagatali – þ.e. í dag, nk. fimmtudag, á sumardaginn fyrsta, og síðan bætast við kennsludagar í þarnæstu viku, áður en prófin hefjast.

Það eru sem sagt þrjár fjögurra kennsludaga vikur eftir af skólanum – í næstu viku verður frí á fimmtudag, 1. maí,  og síðan verður kennt í síðustu vikunni frá mánudegi til fimmtudags – fimmtudaginn 8. maí verður síðasti kennsludagur vorannar og próf hefjast síðan strax daginn eftir.

Sjá nánar fyrirkomulag þessara síðustu daga skólaársins hér.