Fara í efni

Aftur í skólann - kennsla hefst 4. janúar kl. 13.15

Það eru vonandi allir búnir að hafa það gott í jólafríinu og koma endurnærðir í skólann á nýju ári. 

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.15 en opnað verður fyrir töflur nemenda í Innu miðvikudaginn 3. janúar kl. 9. Nemendur sem vilja fá útprentaða stundatöflu geta fengið eintak á skrifstofu skólans frá og með morgundeginum.

Opnað verður fyrir óskir um töflubreytingar í INNU frá miðvikudeginum 3. janúar kl.9 til mánudags 8.janúar kl.15:00. Útskriftarnemendur næsta vor og í desember 2018 eru í forgangi í töflubreytingum. 

Fundur með nýjum og endurinnrituðum nemendum verður haldinn í M-01 kl. 09:00 fimmtudaginn 4. janúar. Mikilvægt er að þeir nemendur sem hafa ekki áður verið í VMA eða hafa ekki verið í skólanum um einhvern tíma mæti á þennan fund þar sem farið verður í ýmsa praktíska hluti m.a. verður farið yfir það hvernig tengast á tölvukerfi skólans, farið yfir skólareglur og ýmsa þjónustu sem er í boði fyrir nemendur skólans. 

Hægt verður að kaupa annarkort í mötuneyti skólans frá og með fimmtudagsmorgni 4. janúar. Verð fyrir annarkort er 64.500 kr sem gerir máltíðina á 860 kr. Hǽgt er að dreifa greiðslum með greiðslukorti og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Matsmiðjunnar.

Hlökkum til nýrrar annar með ykkur og bestu óskir um gott gengi á önninni.