Fara í efni

Aftur í skólann

Nýnemar sækja stundatöflur sínar í VMA í gær.
Nýnemar sækja stundatöflur sínar í VMA í gær.

Þá byrja hjólin að snúast á nýjan leik eftir sumarfríið. Í dag, þriðjudaginn 21. ágúst, hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Opnað var sl. fimmtudag fyrir stundatöflur í Innu og nýnemar komu í skólann í gær og fengu afhentar sínar stundatöflur og hittu umsjónarkennara og starfsfólk skólans og einnig áttu nýir og endurinnritaðir nemendur fund með námsráðgjafa.

Það var gaman að sjá eftirvæntinguna og gleðina í augum nýnema þegar þeir komu í fyrsta skipti í skólann í gær. Þeir eru boðnir sérstaklega velkomnir til náms í VMA – og auðvitað einnig eldri nemendur sem gaman verður að hitta aftur eftir sumarleyfi.

Heildarfjöldi nemenda á haustönn er um 1040 sem er svipaður nemendafjöldi og á haustönn 2017. Nýnemar eru um 230, töluvert fleiri en á haustönn 2017.