Fara í efni

Afhentu sveinsbréf í rafvirkjun

Guðni Guðjónsson (lengst t. vinstri) með nýsveinum
Guðni Guðjónsson (lengst t. vinstri) með nýsveinum
Um síðustu helgi afhentu fulltrúar sveinsprófsnefndar í rafvirkjun nýsveinum í rafvirkjun sveinsbréf sín í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Að þessu sinni voru tíu sveinsbréf afhent og voru þessir nýsveinar í rafvirkjun, sem tóku sveinspróf í júní sl., í námi annað hvort í Verkmenntaskólanum á Akureyri eða Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Fulltrúar sveinsprófsnefndar við afhendingu sveinsbréfanna voru Sigurður Sigurðsson, formaður nefndarinnar, og Ólafur Sigurðsson, sem á sæti í sveinsprófsnefnd. Hann hefur árum saman haldið utan um sveinspróf í rafvirkjun á Akureyri. Einnig var mættur í Hof Guðni Guðjónsson, sviðsstjóri hjá Rafmennt - fræðslusetri rafiðnaðarins. 
Meðfylgjandi mynd tók Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðngreina í VMA.