Fara í efni

Afhending sveinsbréfa til nýsveina í rafiðngreinum

Nýsveinar, kennarar og fulltrúar rafiðnfélaga.
Nýsveinar, kennarar og fulltrúar rafiðnfélaga.

Nýsveinar í rafiðngreinum - rafvirkjun og rafeindavirkjun - fengu afhent sveinsbréf sín við athöfn í Menningarhúsinu Hofi sl. föstudag. Fimm af níu nýsveinum voru mættir til að taka við sínum sveinsbréfum en sveinsprófin voru í júní sl.

Nýsveinarnir níu eru: 

Aðalsteinn Tryggvason, Brynjar Morgan Gunnarsson, Gabríel Snær Jóhannesson, Gunnar Anton Njáll Gunnarsson, Hjörtur Þórarinsson, Ingimar Atli Knútsson, Ólafur Ingi Sigurðsson, Sigurjón Þór Guðmundsson og Viktor Már Einarsson. 

Af þessum níu nýsveinum lauk Gabríel Snær sveinsprófi í bæði rafvirkjun og rafeindavirkjun.

Átta af níu nýsveinum luku námi sínu í VMA. Brynjar Morgan nam rafvirkjun við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.

Sveinsbréfin afhentu Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Jón Ólafur Halldórsson, formaður sveinsprófsnefndar, og Finnur Víkingsson frá Rafiðnarfélagi Norðurlands. Einnig voru mættir kennarar í rafiðngreinum í VMA; Óskar Ingi Sigurðsson, Ari Baldursson og Guðmundur Ingi Geirsson, Baldvin B. Ringsted, sviðsstjóri verknáms í VMA, og aðstandendur nýsveina.

Hér má sjá myndir sem voru teknar við þetta tækifæri. Á einni myndinni eru nýsveinarnir fimm sem mættu til móttöku sveinsbréfanna, á annarri eru þeir með kennurunum í VMA og á þeirri þriðju eru nýsveinarnir með kennurunum og fulltrúum Rafmenntar, Rafiðnaðarsambandsins, sveinsprófsnefndar og Rafiðnaðarfélags Norðurlands.