Fara í efni

Afhending stundatöflu

Starfsfólk VMA býður nemendur skólans velkomna til starfa á haustönn 2013 og óskar þeim góðs gengis í náminu. Afhending stundataflna fyrir haustönn verður miðvikudaginn 21. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 22. ágúst kl. 9:55.

Starfsfólk VMA býður nemendur skólans velkomna til starfa á haustönn 2013 og óskar þeim góðs gengis í náminu.
Afhending stundataflna fyrir haustönn verður miðvikudaginn 21. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 22. ágúst kl. 9:55.
Stundatöflur verða afhentar 21. ágúst í Gryfjunni - aðalsal skólans sem hér segir:

Kl. 9:30 - 10:00   Útskriftarnemar
Kl. 10:00 - 11:00  Félagsfræðabraut, náttúrufræðibraut og vélstjórnarbraut
Kl. 11:00 - 12:00  Aðrar brautir
Kl. 13:00 - 14:00  Nýir nemendur

Nýnemar (nemendur fæddir 1997 og eru að byrja nám í framhaldsskóla) mæta á fund með umsjónarkennurum sínum fimmtudaginn 22. ágúst kl. 8.30 í Gryfjunni aðalsal skólans. Aðrir nýir nemendur í VMA og þeir sem eru að koma aftur í skólann eftir hlé á námi mæta líka í Gryfjuna kl. 8.30 þar sem námsráðgjafar hitta hópinn og fara yfir ýmsa praktíska hluti í skólastarfinu. Mikilvægt er að nemendur mæti á þessa fundi.