Fara í efni

Áfangamati lýkur á morgun - föstudag

Síðustu daga hefur áfangamat haustannar verið opið í INNU og birtist það nemendum á forsíðu þegar INNA er opnuð.

Áfangamat er stutt könnun þar sem beðið er um mat nemenda á þeim áföngum sem þeir eru skráðir í núna á haustönn. Athygli er vakin á því að vegna persónuverndarsjónarmiða er ekki lagt fyrir áfangamat í mjög fámennum hópum, af þeim sökum er sérnámsbraut til að mynda undanskilin. Ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga.

VMA hvetur nemendur til þess að taka þátt og leggja mat á áfanga haustannar. Hafa þarf hraðar hendur því áfangamatinu verður lokað á morgun, föstudaginn 14. nóvember. Niðurstöður verða birtar kennurum og þær ræddar í starfsmannasamtölum.