Fara efni  

fangakerfi hentar okkur vel

fangakerfi hentar okkur vel
Dalvkingarnir (f.v.) Jla, Andrea og sds
Vi leggjum yfirleitt af sta fr Dalvk um hlf tta, sem ir a vi vknum korter sj. etta er ekkert ml. Vi fum far me vinum okkar, en a styttist a vi fum sjlfar blprf, segja r Jla sk Jlusdttir og sds Dgg Gumundsdttir fr Dalvk. r stunda nm fatahnnun listnmsbraut VMA en ba heimahgum Dalvk.

 „Við leggjum yfirleitt af stað frá Dalvík um hálf átta, sem þýðir að við vöknum korter í sjö. Þetta er ekkert mál. Við fáum far með vinum okkar, en það styttist í að við fáum sjálfar bílpróf,“ segja þær Júlía Ósk Júlíusdóttir og Ásdís Dögg Guðmundsdóttir frá Dalvík. Þær stunda nám í fatahönnun á listnámsbraut VMA en búa í heimahögum á Dalvík.

Þær Júlía Ósk og Ásdís Dögg nýttu eyðu í stundaskránni vel  í Gryfjunni til þess að vinna verkefni í stærðfræði. Fljótlega bættist þriðji Dalvíkingurinn, Andrea Þórðardóttir, í hópinn en hún er á öðru ári á almennri braut.

Júlía Ósk og Ásdís Dögg tóku fyrsta árið í framhaldsskóla í MA en færðu sig upp á Eyrarlandsholtið sl. haust og hófu nám í fatahönnun á listnámsbraut VMA.  „Okkur líkar þetta mjög vel og áfangakerfið hentar okkur báðum mjög vel. Við kunnum mjög vel við þetta fyrirkomulag, þetta gefur mann tækifæri til þess að vera eins og maður er,“ sögðu þær báðar.

Þriðji Dalvíkingurinn, Andrea Þórðardóttir, stefnir að því að fara í hárgreiðslu í VMA næsta vetur,  en stefnan er þó í framtíðinni tekin á íþróttakennaranám á Laugarvatni. „Ég kann mjög vel við mig hér í VMA. Það hentar mér vel að vera í svo stórum skóla,“ segir hún.

Sem fyrr segir búa þær Júlía Ósk og Ásdís Dögg í heimabænum Dalvík í vetur og fara á milli. Í fyrra voru þær í heimavistinni en telja að þegar allt er talið saman sé ódýrara að fara á milli tvisvar á dag, þótt eldsneytiskostnaðurinn sé að sjálfsögðu mikill.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mnudaga til fimmtudaga fr kl. 08:15-12:10 og fr 12:30-15:00. fstudgum er opi fr kl 08:15-13:00.