Fara í efni

Aðventan nálgast - jólahlaðborð Lostætis

Þau höfðu veg og vanda að jólahlaðborðinu.
Þau höfðu veg og vanda að jólahlaðborðinu.

Tíminn líður og áður en maður veit af er komin aðventa. Það þýðir að haustönn er brátt á enda, síðasti kennsludagur í næstu viku og síðan taka prófin við. Til þess að koma fólki í jólaskap efndi Lostæti, sem sér um mötuneytið í VMA, til árlegs jólahlaðborðs í Gryfjunni í gær fyrir nemendur og starfsmenn. Að sjálfsögðu var ýmislegt góðgæti á borðum. Hilmar Friðjónsson var með myndavélina á lofti og tók nokkrar skemmtilegar myndir af þessu tilefni.