Fara í efni

Áður fyrr - seinna meir í Ketilhúsinu

Katrín Erna Gunnarsdóttir.
Katrín Erna Gunnarsdóttir.

Katrín Erna Gunnarsdóttir heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 10. mars, kl. 17 í Ketilhúsinu sem hún nefnir Áður fyrr seinna meir / Before in the After. 

Í fyrirlestri sínum fjallar Katrín Erna um lokaverkefni sitt frá LHÍ 2012 sem hún tengir við persónulega þróun sína í listsköpum og ræðir hvernig „ein lítil hugmynd getur haft gríðarleg áhrif á mann í langan tíma og jafnvel gefið tóninn fyrir feril manns sem heild“.

Auk Listaháskóla Íslands nam Katrín við Myndlistaskólann í Reykjavík og  Chelsea School of Art and Design, í Bretlandi. Hún er einnig útskrifuð úr BA námi í listfræði og almennri trúarbragðafræði frá Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn er í röð svokallaðra þriðjudagsfyrirlestra sem efnt er til á þriðjudagseftirmiðdögum í Ketilhúsinu á vegum listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn og eru allir velkomnir.