Fara í efni

Að tjá sig með málverki

Georg Óskar myndlistarmaður.
Georg Óskar myndlistarmaður.

Myndlistarmaðurinn Georg Óskar verður með þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu í dag, 24. október kl. 17-17.40, sem hann nefnir Sögur og annar skáldskapur. Í fyrirlestrinum fjallar Georg Óskar um hvernig málverkið hefur nýst honum til að rýna í heiminn og tjá sig um atburði líðandi stundar.

Georg Óskar útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009 og lauk mastersnámi í myndlist við Kunst- og designhøgskolen í Bergen í Noregi árið 2016.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir í vetur eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri.

Aðgangur er ókeypis.