Fara í efni  

Útfćrsla hugmynda međ vatnslitum

Útfćrsla hugmynda međ vatnslitum
Ţađ ţarf oft ađ velta vöngum í vatnslitamálun.

„Ţetta eru vinnusamir krakkar, hér er stíft unniđ,“ segir Anna María Guđmann – Amí, kennari viđ listnáms- og hönnunarbraut, en hún kennir áfangann MYNL3TS10. Í lýsingu á áfanganum kemur fram ađ nemendur skuli í honum hljóta ţjálfun á flestum sviđum er lúta ađ teikningu og málun, međ mismunandi teikni- og málunarađferđum. Unniđ sé međ ýmis efni, ađferđir og verkfćri. „Reynt er ađ auka skilning og dýpka tilfinningu nemandans fyrir samspili lita og forma í myndbyggingu og kynna honum merkingar- og táknfrćđi í međferđ lita og forma. Myndgreining er samofin náminu í ţessum áfanga,“ segir m.a. í áfangalýsingunni.

Ţegar litiđ var inn í kennslustund hjá Amí voru nemendur, sem allir eru komnir vel á veg í listnámi sínu, ađ glíma viđ vatnslitina. Ţeir gerđu tilraunir međ ólík form og mismunandi litasamsetningu. Amí segir lykilatriđi ađ nemendur prófi sig áfram, reki sig á og uppgötvi eitthvađ nýtt á leiđinni. Ţannig verđi ţjálfunin í myndsköpuninni best. Um ţetta gildi ţađ sama og um svo margt annađ ađ síendurteknar ćfingar skipti mestu máli. Hún segir áfangann líka ţjálfa nemendur í sjálfstćđum vinnubrögđum, í honum sé fariđ í svo marga og mismunandi hluti sem nýtist vel í framhaldinu, t.d. litablöndun, hugmyndavinnu, akríl- og vatnslitamálun, uppstillingu og myndgreiningu en í ţví felst ađ nemendur velja verk ţekktra listamanna eđa hönnuđa til skođunar til ţess ađ fá hugmyndir ađ eigin verkum. Amí segir gaman ađ sjá hvernig ţessi áfangi og ţau viđfangsefni sem nemendur glíma viđ efli ţá og búi undir ađ takast á viđ framhaldsáfanga og síđan lokaverkefniđ sem unniđ er á síđustu önninni. „Í ţessum áfanga er hver nemandi međ skissubók og í hana gerir hann heima sex skissur ađ eigin vali í hverri viku sem ég fer síđan yfir og met,“ segir Amí.

Ţađ fór ekki á milli mála ađ nemendur höfđu ánćgju af glímunni viđ vatnslitina. Ţeir voru djúpt sokknir í ađ skapa litlar vatnslitamyndir, prófa sig áfram međ mismunandi form og litasamsetningu. Í senn heillandi og skemmtilegt ađ sjá hvernig fjölbreyttar vatnslitaskissur urđu smám saman til úr penslum nemenda og jafnvel var gripiđ til tannbursta til ţess ađ skapa stjörnur á himni.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00