Fara í efni  

Ađ ljúka listnámi - á leiđ í lýđháskóla í Danmörku

Ađ ljúka listnámi - á leiđ í lýđháskóla í Danmörku
Maj-Britt Anna Bjarkardóttir.

Maj-Britt Anna Bjarkardóttir fór á listnámsbraut í VMA í ársbyrjun 2015 en hafđi áđur veriđ í tvö ár í MA. Fór fyrst á textíllínu en fćrđi sig yfir á myndlistarlínuna. Hún segir ađ námiđ hafi veriđ í senn krefjandi og skemmtilegt og ţađ komi sér skemmtilega á óvart hvernig ţađ hafi opnađ augu sín fyrir ýmsu í hinu daglega lífi. Hún horfi á sitt nánasta umhverfi – náttúru og mannvirki – međ öđru augum en áđur. „Mér hefur fundist stór kostur viđ námiđ hér ađ ţađ er fjölbreytt og gefur innsýn í myndlist og listsköpun af ýmsum toga,“ segir Maj-Britt.

Maj-Britt fćddist á Akureyri en ólst upp í Mosfellsbć en ákvađ ađ fara norđur í framhaldsskóla og var á heimavistinni ţau tvö ár sem hún var í MA. Nú er hún búsett á Akureyri og segist kunna ţví vel. Ţrátt fyrir ađ kunna vel viđ námiđ í VMA og skólann segir hún ţó góđa tilfinningu ađ sjá fyrir endann á náminu. Hún segist ekki ráđin í ţví hvort hún fari í listnám á háskólastigi í framhaldinu en á ţessari stundu sé ljóst ađ til ađ byrja međ fari hún á lýđháskóla í Danmörku - nánar tiltekiđ í Testrup í Mĺrslet – skammt sunnan viđ Árósa – frá og međ nćstu áramótum. Ţar segist Maj-Britt taka m.a. myndlistaráfanga. „Ég sótti um nokkra lýđháskóla í Danmörku. Testrup heillađi mig, bćđi vegna námsins sem bođiđ er upp á og einnig er stađsetningin góđ, skammt frá Árósum,“ segir Maj-Britt. „Ég ćtla mér ađ vinna í sumar og fram ađ áramótum og safna mér pening fyrir námsdvölinni í Testrup.“

Í lokaverkefni sínu á listnáms- og hönnunarbraut gerđi Maj-Britt skúlptúr sem hún kallar Gulldrenginn. Hér má sjá skólasystur Maj-Britt viđ Gulldrenginn á útskriftarsýningu nemenda á listnáms- og hönnunarbraut í Ketilhúsinu.

Hér má sjá akrílverk Maj-Britt sem er núna upp á vegg viđ austurinngang VMA.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00