Fara í efni

Að finna sköpunarþörfinni farveg

Hrafn Hansbur við akrýlverkin sín.
Hrafn Hansbur við akrýlverkin sín.

Út úr myndum Hrafns Hansbur sem nú eru upp á vegg gegnt austurinngangi skólans má lesa sköpunarþörf í ríkum mæli. Enda er það ein af ástæðunum fyrir að hann valdi á sínum tíma að fara á listnámsbraut VMA, að finna sköpunarþránni farveg.

Hrafn segist alla tíð hafa haft áhuga á að teikna og skapa og því hafi í raun ekki önnur leið komið til greina í framhaldsskóla en að fara á listnámsbraut. „Þetta hefur bara gengið vel og ég kann vel að meta þá fjölbreytni sem námið býður upp á og hvatningu til skapandi hugsunar,“ segir Hrafn sem hyggst ljúka stúdentsprófi í vor af listnámsbraut. Eftir brautskráningu frá VMA segist Hrafn búast við því að taka sér pásu frá námi en síðar sé horft til frekara náms þar sem byggt verði ofan á þann grunn sem námið í VMA hefur gefið.