Fara í efni

Á skólabekk í rafsuðu

Níu af tíu þátttakendum á nýloknu námskeiði.
Níu af tíu þátttakendum á nýloknu námskeiði.

Undanfarin ár hafa Kristján Kristinsson og Stefán Finnbogason, kennararar við málmiðnaðarbraut VMA, kennt á kvöld- og helgarnámskeiðum í málmsuðu á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar og eru námskeiðin í húsakynnum brautarinnar í VMA. Hvert námskeið er 80 klukkustundir og er farið nokkuð ítarlega í allt er lýtur að rafsuðu.

Á dögunum lauk einu slíku námskeiði í rafsuðu en til skiptis eru haldin námskeið í pinnasuðu, TIG-suðu og MIG/MAG suðu. Pinnasuða er á ensku Manual Metal Arc TIG-suða stendur fyrir Tungsten Inert Gas, MIG-suða er skammstöfun á Metal Inert Gas en MAG-suða Metal Active Gas.

Kristján Kristinsson segir mikils virði að fá að halda námskeiðin í húsnæði málmiðnaðarbrautar og nýta þau tæki og tól sen þar eru fyrir hendi. Hann segir afar ánægjulegt að kenna á þessum námskeiðum, þátttakendur á þeim komi úr öllum áttum en hafi það sama markmið að auka á þekkingu sína í málmsuðu. Margir þáttakenda sitji öll námskeiðin, í pinnasuðu, TIG-suðu og MIG/MAG-suðu og fái þannig yfirgripsmikla sýn á málsmsuðu.