Fara í efni  

Á leiđ á Íslendingaţorrablót í Chicago

Á leiđ á Íslendingaţorrablót í Chicago
Ari Hallgrímsson.

Seinnipartinn í dag fer Ari Hallgrímsson, matreiđslumeistari og brautarstjóri matvćlabrautar VMA, til Chicago í Bandaríkjunum í ţeim erindagjörđum ađ útbúa matinn á ţorrablót sem verđur nk. laugardagskvöld á vegum Íslendingafélagsins ţar í borg. Frá árinu 2016 hefur Ari séđ um ţetta ţorrablót Íslendingafélagsins í Chicago ađ sl. vetri undanskildum. Systir Ara og mágur, Lena Hallgrímsdóttir og Einar Steinsson, hafa lengi búiđ í Chicago og er Einar formađur Íslendingafélagsins.

Á íslenskan mćlikvarđa er blótiđ ekki stórt, Ari reiknar međ í kringum sjötíu manns. Ţar af er gert ráđ fyrir ađ um 30% gesta verđi Íslendingar búsettir í Chicago, um 60% gesta Vestur-Íslendingar og 10% sérlegir Íslandsvinir sem láta ekki íslenskt ţorrablót fram hjá sér fara. Eins og undanfarin ár fer blótiđ fram í Sćnska safninu svokallađa en ţar er gallerí og húsnćđiđ er einnig leigt út fyrir veislur. Um tónlistina á blótinu sér Hermann Arason sem einnig býr á Akureyri og fer vestur núna í vikunni.

Ari segir ađ ţađ sé ekki stórmál ađ fara međ ţennan rammíslenska ţorramat vestur. Honum sé einfaldlega komiđ fyrir í tveimur stórum ferđatöskum og aldrei hafi ţađ komiđ fyrir ađ tollararnir í Bandaríkjunum hafi skođađ innihaldiđ – kannski sem betur fer! Ţađ eina sem ţurfi ađ passa vel sé ađ útfylla alla tollapappíra mjög nákvćmlega og ţá geri tollayfirvöld engar athugasemdir. Ari sagđist minnast ţess ađ einu sinni hafi tollvörđur í Chicago spurt hann út í innihaldiđ og ţá hafi hann m.a. sagt frá sviđahausunum. Tollarinn hafi veriđ hćstánćgđur međ ţađ, slíkan mat hefđi hann prófađ og dásamađi í bak og fyrir. Hann opnađi tollhliđiđ fyrir Ara undir eins!

Á matseđlinum á ţorrablótinu í ár verđur klassískur ţorramatur eins og hangikjöt, sviđasulta – ný og súr, hrútspungar, sviđ, harđfiskur og hákarl. Ađ sjálfsögđu verđur einnig bođiđ upp á staup af íslensku brennivíni. Auk ţess segist Ari ćtla ađ bjóđa m.a. upp á grafinn lax, roastbeef og pottrétt. Og ekki má gleyma tvíreykta hangikjötinu sem hann segist hafa áđur bođiđ upp á og ţađ hafi slegiđ í gegn.

Áriđ 2016 var mikiđ viđ haft á ţorrablótinu í Chicago ţví ţađ var haldiđ í tengslum viđ upphaf á áćtlunarflugi Icelandair milli Keflavíkur og Chicago. Af ţví tilefni var Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington, bođiđ á blótiđ. Ţessar myndir voru teknar viđ ţađ tćkifćri og einnig á blótinu 2017.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00