Fara í efni

Á grímutímum

Kristján Kristinsson, kennari á málmiðnaðarbraut.
Kristján Kristinsson, kennari á málmiðnaðarbraut.

Frá og með 6. október tók það skipulag gildi í VMA sem nú er unnið eftir í kennslu. Eins og hér má sjá er skipulagið mismunandi eftir deildum en í stórum dráttum eru margir af bóknámsáföngum kenndir í fjarnámi en verklegir áfangar kenndir í staðnámi. Jafnframt hefur verið lögð aukin áhersla á fjarlægðarmörk, að koma í veg fyrir hópamyndun, lágmarka að fara á milli sóttvarnahólfa og notkun andlitsgríma í skólanum, bæði starfsmenn og nemendur, í samræmi við tilmæli sóttvarnaryfirvalda. Almennt hefur þetta gengið vel og allir hafa lagst á eitt við að láta hlutina ganga upp sem allra best við breyttar aðstæður.

Í skólanum eru sóttvarnir í hávegum hafðar með góðu aðgengi að hreinsiefnastöndum, sprittbrúsum og grímum fyrir starfsmenn og nemendur. 

Þegar farið var inn í tíma á ólíkum brautum blasti við að nemendur og kennarar fylgja settum reglum í hvívetna, enda mun ekki af veita í þeirri öflugu þriðju bylgju kórónóveirunnar sem nú gengur yfir landið. Hér eru myndir úr stærðfræðitíma þar sem Hilmar Friðjónsson og Sigrún María Bjarnadóttir voru að kenna nemendum sínum algebru. Hér eru myndir af nemendum og kennurum með grímur á málmiðnaðarbraut og hér eru myndir úr hársnyrtiiðn. Og hér eru nokkrar myndir úr byggingadeildinni.