Fara efni  

25 ra tskriftarnemar geru sr glaan dag

25 ra tskriftarnemar geru sr glaan dag
Glein vi vld hj 25 ra tskriftarnemum.
Um lina helgi hittust 25 ra tskriftarnemar VMA Akureyri og geru sr glaan dag. hpnum snum tma voru um 75 manns, en rsklega 30 eirra hittust um helgina. essir aldarfjrungsgmlu VMA-nemendur er tmamtahpur sgu VMA v hann er fyrsti hpurinn sem var alla sna sklagngu sklanum.

Um liðna helgi hittust 25 ára útskriftarnemar VMA á Akureyri og gerðu sér glaðan dag. Í hópnum á sínum tíma voru um 75 manns, en rösklega 30 þeirra hittust um helgina. Þessir aldarfjórðungsgömlu VMA-nemendur er tímamótahópur í sögu VMA því hann er fyrsti hópurinn sem var alla sína skólagöngu í skólanum.

„Þetta var alveg óskaplega gaman,“ segir Anna Sigrún Rafnsdóttir á Akureyri, sem var í þessum 25 ára nemendahópi.  „Við hittumst síðdegis sl. föstudag á Icelandair hótel, fórum síðan í samkvæmi um kvöldið, spreyttum okkur á menningarlegum ratleik um Akureyri á laugardag, heimsóttum skólann okkar og enduðum á kvöldverði og balli í húsi Náttúrulækningafélagsins við Kjarnaskóg. Þetta tókst í alla staði vel og var alveg frábært,“ segir Anna Sigrún.

Verkmenntaskólinn hefur heldur betur eflst og stækkað á þeim 25 árum sem liðin eru frá því að Anna Sigrún og félagar hennar í 25 ára hópnum brautskráðust frá VMA.  „Það var alveg sérlega gaman að koma í skólann og fá leiðsögn eins af gömlu kennurunum okkar,  Hálfdáns Örnólfssonar.  Þegar við vorum í skólanum var hann lítið annað en B-álman, en nú hefur hann margfaldast að stærð og umfangi. Nokkrir úr hópnum komu í skólann á 10 ára brautskráningarafmælinu, en aðrir höfðu ekki komið þarna í 25 ár og fannst ótrúlegt að sjá þá uppbyggingu sem orðið hefur,“ segir Anna Sigrún, sem hefur kennt skyndihjálp í VMA og því fylgst ágætlega með þróun skólans.

Nokkrir af kennurunum sem kenndu þessum 25 ára brautskráningarhópi eru ennþá við kennslu  í VMA og raunar er einn úr nemendahópnum, Baldvin B. Ringsted, nú kennslustjóri tæknisviðs skólans.

Þessi nemendahópur hefur að sögn Önnu Sigrúnar alltaf hist á 5 ára fresti frá brautskráningu fyrir 25 árum og raunar kom hann þeirri hefð á 2008, á 20 ára afmælinu, að 20 ára útskriftarnemar gefa pening í sjóð sem hugsaður er til þess að styðja við bakið á nemendum sem eiga í fjárhagserfiðleikum.  Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari, segir að sjóðurinn sé nú smám saman að eflast, en ekki liggi fyrir hvenær unnt verði að hefja úthlutun styrkja úr honum.

Þess má geta að annan laugardag, 25. maí, daginn eftir brautskráningu VMA, ætla 20 ára brautskráningarnemar (útskrifaðir 1993, í maí og des.) að hittast og rifja upp góðar stundir ásamt því að skoða skólann og gera fleira skemmtilegt.

Síðastliðið haust voru Hollvinasamtök VMA stofnuð, en þau hafa m.a. það að markmiði að efla tengsl við útskrifaða nemendur skólans og skapa farveg og hefðir fyrir endurfundi eldri nemenda.

oskarthor@vma.is

 


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.