Fara í efni

20 ára afmælisárgangur kennara

Þriðjudaginn 18. desember buðu nokkrir kennarar í VMA samstarfsfólki í kaffisamsæti í tilefni af því að 20 ára voru liðin frá því að þau kláruðu uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá KHÍ. Útskriftarhópurinn var annar hópurinn sem útskrifaðist með kennsluréttindi hér á Akureyri í gegnum KHÍ og svo skemmtilega vill til að mjög margir úr þessum hópi voru og eru kennarar í VMA. Í tilefni dagsins var tekin mynd af hópnum.

Þriðjudaginn 18. desember buðu nokkrir kennarar í VMA samstarfsfólki í kaffisamsæti í tilefni af því að 20 ára voru liðin frá því að þau kláruðu uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá KHÍ. Útskriftarhópurinn var annar hópurinn sem útskrifaðist með kennsluréttindi hér á Akureyri í gegnum KHÍ og svo skemmtilega vill til að mjög margir úr þessum hópi voru og eru kennarar í VMA. Í tilefni dagsins var tekin mynd af hópnum

20 ára afmælisárgangur kennara

en á myndinni eru: Bryndís Arnardóttir myndlistarkona og kennari á listnámsbraut, Benedikt Barðason áfangastjóri og efnafræðikennari, Adam Óskarsson fyrrverandi kerfisfræðingur í VMA og kennir nú stærðfræði og tölvufræði, Guðmundur Óskar húsasmiður og kennari á byggingadeild, Ingimar Árnason kennslustjóri fjarnáms og kennari í vélstjórn og stærðfræði, Indriði Arnórsson kennari í stærðfræði, Leifur Brynjólfsson kennari á viðskipta- og hagfræðibraut og fyrrum kennslustjóri, Ævar Ragnarsson kennari í vélstjórn, Anna Lilja Harðardóttir hjúkrunarfræðingur og íslenskukennari, Karen Malmquist enskukennari, Baldvin Ringsted kennslustjóri og enskukennari, Karín Sveinbjörnsdóttir textíllistakona og kennari á listnámsbraut, Páll Hlöðversson stærðfræðikennari og Kjartan Kristjánsson verkfræðingur sem kenndi raungreinar við VMA en lét af störfum fyrir nokkrum árum.

Einnig var í þessum hóp Árni Sigfússon sem kenndi um tíma í vélstjórn hér við VMA. Alls voru 22 í útskriftarhópnum og þar af hafa 15 manns unnið í VMA - 13 eru enn við störf nú 20 árum seinna. Til hamingju með daginn og farsælan tíma í VMA.