Fara í efni

13+1 - útskriftarsýning listnema í Listasafninu á Akureyri

Nemendurnir fjórtán sem sýna í Listasafninu.
Nemendurnir fjórtán sem sýna í Listasafninu.

Næstkomandi laugardag, 4. maí, kl. 15, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning brautskráningarnema á listnáms- og hönnunarbraut VMA. Sýninguna kalla nemendur 13+1 og vísar nafnið einfaldlega til þess að fjórtán nemendur sýna að þessu sinni, þrettán konur og einn karl.

Sem fyrr eru útskriftarnemar bæði af myndlistar- og textíllínu. Þeir eru:

Bjarki Höjgaard (myndlistarlína)
Brynja Rún Guðmundsdóttir (myndlistarlína)
Elísa Embla Viðarsdóttir (myndlistarlína)
Gerður Björk Sigurðardóttir (myndlistarlína)
Hrafnhildur M Ríkharðsdóttir (myndlistarlína)
Rakel Arnþórsdóttir (myndlistarlína)
Brynja Ploy Garðarsdóttir (textíllína)
Diljá Dögg Trampe (textíllína)
Ragnheiður Diljá Káradóttir (textíllína)
Sara Rut Jóhannsdóttir (textíllína)
Sesselja Sól Sigurðardóttir (textíllína)
Sigríður Dagný Þrastardóttir (textíllína)
Svana Rún Aðalbjörnsdóttir (textíllína)
Tinna Björk Sigþórsdóttir (textíllína)

Sýning brautskráningarnema á listnámsbraut í VMA í Listasafninu á Akureyri í annarlok hefur unnið sér fastan sess.

Við undirbúning sýninganna velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning sinn á þeim sem þeir hafa áður kynnst. Að baki liggur hugmynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víða fanga í eigin sköpunarferli, allt eftir því hvað hentar hverri hugmynd og þeim miðli sem unnið er með. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samtali og samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem frumkvæði, hugmyndaauðgi og öguð vinnubrögð eru lögð til grundvallar.

Hér segja nemendur frá verkum sínum.

Þess má geta að á sama tíma á laugardaginn verður einnig opnuð í Listasafninu á Akureyri nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri sem ber yfirskriftina Listfengi. Það verður því heldur betur nóg um að vera í Listasafninu á laugardaginn og full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að fjölmenna á sýningarnar og sjá fjölbreytta og áhugaverða listsköpun.