Fara í efni

"Tjaldið" sýnt annað kvöld og á laugardagskvöld

Leikritið Tjaldið, sem Yggdrasiil – leikfélag VMA – sýnir hefur fengið mjög góðar viðtökur. Annað kvöld, föstudaginn 26. apríl, og á laugardagskvöldið kl. 20.30, bæði kvöldin, verður leikritið sýnt á 4. hæð í Rósenborg. Húsið verður opnað hálftíma fyrir sýningarnar.

Leikritið Tjaldið, sem Yggdrasiil – leikfélag VMA – sýnir hefur fengið mjög góðar viðtökur. Annað kvöld, föstudaginn 26. apríl, og á laugardagskvöldið kl. 20.30, bæði kvöldin, verður leikritið sýnt á 4. hæð í Rósenborg. Húsið verður opnað hálftíma fyrir sýningarnar.

Sem fyrr segir hefur sýningin fengið mjög góðar viðtökur. Í Akureyri vikublaði segir m.a. um hana: „Það var afar ánægjulegt að sjá leikhóp VMA – Yggdrasil – takast á við málefni ungs fólks á þennan skapandi hátt og það verður að segjast eins og er að útkoman var mjög góð. Leikritið höfðar til mjög breiðs hóps enda er málefnið engum óviðkomandi sem kominn er af barnsaldri.“

Miðaverð á sýninguna er kr. 1.500, en 1.000 kr. fyrir félaga í skólafélögum VMA og MA.  Miðapantanir í síma 863 1778 milli kl. 16 og 19.