Fara í efni

"Þetta var frábær skemmtun"

Að lokinni frumsýningu. Leikhópurinn og áhorfendur
Að lokinni frumsýningu. Leikhópurinn og áhorfendur

Það var sannarlega ríkjandi ómæld gleði á frumsýningu Ávaxtakörfunnar í Hofi í gær, enda ástæða til. Viðtökurnar frábærar og leikhópurinn og aðstandendur sýningarinnar fengu mikið lof fyrir hana. Hilmar Friðjónsson var með myndavélina á loftið og fangaði gleðina

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gat óvænt verið viðstaddur frumsýninguna og var afar ánægður með sýninguna. Á fésbókarsíðu sinni kemst hann svo að orði: "...og síðan náði ég að vera við frumsýningu leikfélags Verkmenntaskólans á Akureyri á Ávaxtakörfunni, barnaleikritinu vinsæla og djúpvitra. Allt fannst mér þar til fyrirmyndar, leikur, söngur, sviðsmynd, förðun og hvaðeina."

------

Önnur ummæli um sýninguna valin af handahófi á fb:

„Þetta var frábær skemmtun - glæsileg sýning.“

„Takk fyrir mig...frábær sýning.“

„Takk fyrir frábæra sýningu á Ávaxtakörfunni Leikfélag VMA! Til hamingju Pétur Guðjónsson og aðrir listrænir stjórnendur, leikarar/söngvarar og allir aðstandendur sýningarinnar. Vá hvað ég skemmti mér!“!

„Ávaxtakarfan frábær; söngurinn, dansinn, hoppið og skoppið! Til hamingju Leikfélag VMA!“

-----

Örvæntið ekki, Ávaxtakarfan verður sýnd aftur í tvígang næsta sunnudag, 18. febrúar. Seinni tvær sýningarnar á leikritinu. Missið ekki af þessu. Miðasala á mak.is