Fara í efni

„Þetta er ekki blað“ - sýning í Listasafninu 6.-14. maí

Þetta er ekki blað - í Listasafninu á Akureyri.
Þetta er ekki blað - í Listasafninu á Akureyri.

Á morgun, laugardaginn 6. maí kl. 15:00, verður í Listasafninu á Akureyri (neðri hæð Ketilhússins) opnuð sýningin Þetta er ekki blað, þar sem verða sýnd lokaverkefni nemenda myndlistar- og textíllínu listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Á sýningaropnuninni á morgun kl.15:30 efna textílnemendur til tískusýningar þar sem þeir sýna fjölbreytta hönnun sína.

Það er fastur liður að brautskráningarnemar listnáms- og hönnunarbrautar sýni lokaverkefni sín á sýningu í Listasafninu – annars vegar fyrir vetrarútskrift í desember og síðan í maí fyrir vorútskrift.

Eins og nærri má geta á vinna lokaverkefna sér langan aðdraganda og hefur verið gaman að sjá verkin þróast frá hugmyndastiginu yfir í fullmótuð verk.

Þau eiga verk á sýningunni:

Berghildur Ösp Júlíusdóttir, myndlistarlína (málverk)
Birta Brá Finnsdóttir, textíllína
(fatnaður)
Hanna Lára Ólafsdóttir, textíllína
(fatnaður)
Harpa Mjöll Hafþórsdóttir, myndlistarlína
(málverk)
Inga Lilja Snorradóttir, myndlistarlína
(málverk)
Katla Snædís Sigurðardóttir, textíllína
(fatnaður)
Margrét Edda Friðgeirsdóttir, myndlistarlína
(málverk)
Selma Dröfn Haraldsdóttir, myndlistarlína
(málverk)
Sigrún Brynja Gunnarsdóttir, myndlistarlína
(málverk)
Sigurjón Líndal Benediktsson, myndlistarlína
(málverk)
Styrmir Hrafn Hreins, myndlistarlína
(málverk)
Sunna Björk Hreiðarsdóttir, myndlistarlína
(málverk)
Svanbjörg Anna Sveinsdóttir, textíllína
(fatnaður)
Ylfa Rún Gylfadóttir, myndlistarlína
(málverk)
Þórunn Eva Snæbjörnsdóttir, textíllína
(fatnaður)
Örn Smári Jónsson, myndlistarlína
(myndbandsverk)

Sýningin stendur til sunnudagsins 14. maí nk. og verður opin alla daga kl. 12-17.

Þess má geta að á morgun á sama tíma verður opnuð í Listasafninu nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri – Sjónmennt 2023.

Sem fyrr segir verður tískusýning á opnun sýningarinnar á morgun kl. 15:30 og að henni standa fimm brautskráningarnemar á textíllínu listnáms- og hönnunarbrautar. Fimmtán módel sýna fatnað sem þessir fimm nemendur hafa hannað og saumað. Að lokinni tískusýningunni verða fötin sem sýnd verða færð yfir á gínur sem verður komið fyrir í sýningarrýminu.