Fara í efni  

Embla Sól Pálsdóttir sigrađi Sturtuhausinn - söngkeppni VMA

Embla Sól Pálsdóttir sigrađi Sturtuhausinn - söngkeppni VMA
Embla Sól Pálsdóttir sigrađi Sturtuhausinn í Hofi.

Embla Sól Pálsdóttir sigrađi Sturtuhausinn – söngkeppni VMA sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi í gćrkvöld. Hún söng lag Melanie Martinez, Toxic, til sigurs međ miklum glćsibrag. Fimmtán lög voru flutt af jafnmörgum flytjendum og var kvöldiđ hiđ veglegasta í alla stađi.

Ađ vonum var Embla Sól kampakát ađ keppninni lokinni. Hún segist hafa sungiđ frá barnćsku og hafi lengi langađ til ţess ađ standa í ţessum sporum. Fyrir sig sé sigurinn ţví stór. "Ég hef oftast veriđ mjög stressuđ ađ koma fram, en ekki núna. Ţetta var mjög gaman," segir Embla Sól en hún er sextán ára gömul og er á fyrsta ári á listnámsbraut VMA. Hún er vissulega međ hin ýmsu listagen og er í ţví sambandi nćrtćkt ađ nefna ađ fađir hennar, Jón Páll Eyjólfsson, er leikhússtjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar. Leiklistar- og sönggenin kemur hún til međ ađ nýta aftur á sviđinu í Hofi ţegar Ávaxtakarfan verđur sett ţar á sviđ í febrúar. Ţar mun Embla Sól leika Evu appelsínu. Hún segist hlakka mikiđ til ţeirrar sýningar enda gangi ćfingar vel.

Í öđru sćti í Sturtuhausnum í gćrkvöld var Arndís Eva Erlingsdóttir. Hún flutti lag Cher, Believe. Ţriđja sćtiđ hreppti Ragnheiđur Diljá, hún söng lagiđ Omen međ Disclosure ft. Sam Smith. 

Hljómsveit kvöldsins fór á kostum enda skipuđ afbragđs hljóđfćraleikurum; Hallgrími Jónasi Ómarssyni á gítar, Valgarđi Óla Ómarssyni á trommur, Stefáni Gunnarssyni á bassa og Vilhjálmi Sigurđssyni á hljómborđ og trompet. 

Dómnefndinni var vandi á höndum, enda mörg frambćrileg atriđi á sviđinu í Hofi í gćrkvöld. Í nefndinni voru Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiđluleikari, söngvari og lagahöfundur, Valdís Eiríksdóttir - Vala Eiríks útvarpskona á FM957 og fyrrum VMA nemandi og Jón Jósep Snćbjörnsson/Jónsi söngvari. Vilhelm Anton Jónsson/Villi naglbítur var kynnir kvöldsins og flutti hann međ miklum tilţrifum hiđ vinsćla lag 200 ţúsund naglbíta, Láttu mig vera.

Söngkeppni VMA er alltaf einn af stóru viđburđunum í félagslífinu í skólanum og nú var hún haldin á haustönn – sem er óvenjulegt ţví hún hefur jafnan veriđ haldin eftir áramót. En ţar sem fyrirsjáanlega verđa stórir viđburđir á dagskrá í félagslífinu eftir áramót – međ frumsýningu á Ávaxtakörfunni í febrúar og árshátíđ nemenda í mars – ţótti rétt ađ dreifa stórviđburđum vetrarins á allan veturinn og ţví var ákveđiđ ađ hafa söngkeppnina núna í nóvember.

Til upprifjunar - sigurlög Sturtuhaussins í síđustu ţrjú skipti:

2017

2016

2015


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00