Fara í efni

Embla Björk sigraði Sturtuhausinn

Embla Björk Hróadóttir syngur sigurlagið.
Embla Björk Hróadóttir syngur sigurlagið.

Embla Björk Hróadóttir sigraði Sturtuhausinn -  söngkeppni VMA sem var haldin í Gryfjunni í gærkvöld. Embla Björk flutti með miklum glæsibrag lagið A Million Dreams úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Í öðru sæti varð Brynja Rán Eiðsdóttir með lagið Toxic og í því þriðja varð Krista Þöll Snæbjörnsdóttir með lagið Burning Pile. Embla Björk hlaut einnig áhorfendaverðlaun kvöldsins. 

Aðrir þátttakendur í Sturtuhausnum að þessu sinni voru:

Svavar Máni - Fyrir fáeinum sumrum
Sigríður Rós - I hate you, I love you
Ólöf Alda - Mamma þarf að djamma
Aðalheiður Ósk - Verum vinir (frumsamið)
Berglind Anna - Í síðasta skipti
Anna Birta - Easy on me

Nokkrir flytjendur voru með undirspilið sem „playback“ en meirihlutinn studdist við lifandi flutning hljómsveitar. Hana skipuðu

Bjarmi Friðgeirsson, gítar
Halldór Birgir Eydal, gítar
Árdís Eva Ármannsdóttir, hljómborð
Agnar Sigurðsson, trommur
Elmar Atli Aðalbjarnarson, bassi

Tónlistarstjóri var Guðjón Jónsson.

Kynnir á Sturtuhausnum var Ívar Helgason, söngvari og tónlistarkennari.

Dómnefnd keppninnar skipuðu tónlistarfólkið Margrét Árnadóttir, Magni Ásgeirsson og Andrea Gylfadóttir.

Rúsínan í pylsuenda kvöldsins og óvæntur leynigestur var tónlistarkonan Bríet sem tók nokkur af sínum vinsælustu lögum og kom heldur betur stuði í mannskapinn. Frábærlega skemmtilegt!

Hér eru myndir sem Hilmar Friðjónsson tók á Sturtuhausnum:
Albúm 1
Albúm 2
Albúm 3
Albúm 4
Albúm 5

Og hér eru myndir sem Árni Már Árnason tók.