Fara í efni

„Hjólað í vinnuna“ hefst 4. maí

Heilsueflingarátakið „Hjólað í vinnuna“, sem Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir síðan 2003, hefst nk. miðvikudag, 4. maí, og stendur til 24. maí.

Eins og segir á heimasíðu átaksins er helsta markmiðið með því að hvetja þátttakendur til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí. Með öðrum orðum: að skilja einkabílinn eftir heima. Með þessu eru ýmsar flugur slegnar í einu höggi, alhliða hreyfing sem er góð fyrir líkama og sál og að draga úr mengun og þar með kolefnisspori.

Nú er bara um að gera að skrá sig inn á heimasíðu Hjólað í vinnuna og taka þátt!