Fara í efni

Fundur í Brussel - InnoVET

Hildur Friðriksdóttir og Jóhannes Árnason fóru sem fulltrúar VMA á fund til Brussel dagana 8. - 11. október. Þar hittust fulltrúar samstarfsaðila sem eru þátttakendur í nýju Erasmus verkefni sem gengur undir heitinu „Dreifbýli og verklegt nám“ (InnoVET eða Innovative VET devices in rural areas). Tilgangur fundarins var að koma verkefninu formlega af stað og setja niður sameiginleg markmið sem stefnt er að. Í stuttu máli gengur verkefnið út á þróun á aðgerðum sem hægt er að beita til að til að styrkja dreifbýl svæði og skoða sérstaklega í því samhengi þátt starfsmennta- og starfsþjálfunarkerfa í þróun dreifbýlla svæða. Samstarfsaðilarnir koma frá Frakklandi, Belgíu, Litháen, Slóveníu, Rúmeníu og Reunion-eyju sem er frönsk nýlenda í Indlandshafi.